Björgunarsveitir „Það er enginn að fara að koma þér til bjargar“ Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir dæmi um að fólk fari ekki að tilmælum björgunarsveitarfólks og sé „óvenju fífldjarft“ við eldgosið. Sumir hafi gengið inn á nýrunnið hraun og jafnvel upp á gígbarma. Lítið sé hægt að gera ef einstaklingar stígi ofan í glóðheitt hraun með skelfilegum afleiðingum. Innlent 12.7.2023 23:55 Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. Innlent 12.7.2023 23:35 Hrasaði við Háafoss Björgunarsveitir voru boðaðar út síðdegis í dag vegna ferðamanns sem talið var að hefði hrasað og sennilega ökklabrotnað við Háafoss. Innlent 12.7.2023 21:45 Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. Innlent 12.7.2023 20:34 Annasamt hjá björgunarsveitum í Þórsmörk Björgunarsveitir sinna verkefnum víðar en á gosstöðvum. Í gær voru björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu kallaðar inn í Þórsmörk vegna einstaklings sem hafði slasast á gönguleið við Merkurrana og Valahnúk. Innlent 12.7.2023 17:40 Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. Innlent 12.7.2023 11:44 Erfitt að manna stöður við gosið: Vilja að stjórnvöld stígi fastar inn í Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar. Að stjórnvöld mættu stíga fastar inn og hjálpa til við vöktun á svæðinu. Innlent 11.7.2023 23:28 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Innlent 10.7.2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Innlent 9.7.2023 21:55 Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. Innlent 9.7.2023 19:59 Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. Innlent 9.7.2023 18:05 Rúta festist í miðri á Rúta með um það bil tuttugu ferðamönnum festist í vaði ár á hálendinu í kvöld. Svo virðist vera sem rútan hafi bilað í miðri ánni. Hvorki tókst koma rútunni í gang né að losa hana úr ánni. Innlent 8.7.2023 21:10 Tvær konur féllu af hestbaki á hálendinu Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum fékk tvær beiðnir um aðstoð þar sem kona hafði fallið af hestbaki. Önnur konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Innlent 8.7.2023 18:35 Slösuð kona sótt á skjálftasvæðið og margir á vappi Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall klukkan 12:45 vegna konu sem hafði slasað sig á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Aðgerðum lauk um klukkan tvö en mikil umferð ferðamanna er á svæðinu. Fólk er beðið að fara varlega á svæðinu. Innlent 8.7.2023 14:50 Þór aðstoðaði vélarvana strandveiðibát Áhöfn Þórs, björgunarskips Landsbjargar í Vestmannaeyjum var, aðstoðaði strandveiðibát vegna vélarbilunar þegar hann var að veiðum utan við eyjarnar í morgun. Báturinn var dreginn til hafnar í Eyjum. Innlent 6.7.2023 15:44 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36 Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Innlent 26.6.2023 08:31 Bjargað þar sem hún hékk á varadekki í Markarfljóti Björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar komu konu til bjargar í Markarfljóti í morgun eftir að bíll hennar lenti í fljótinu. Innlent 25.6.2023 09:56 Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið. Innlent 18.6.2023 15:38 „Stórskotalið“ í Þórsmörk kom rútunni úr Krossá Rúta sem festist í Krossá í Þórsmörk í dag er komin úr ánni. Skálavörður segir það „stórskotaliði á svæðinu“, sem lagðist á eitt, að þakka. Innlent 17.6.2023 23:11 Rúta föst í Krossá Rúta er föst í miðri Krossá. Straumur árinnar er sem stendur of mikill til að hægt sé að koma henni úr ánni, að sögn skálavarðar í Þórsmörk, en reynt verður á ný í kvöld. Innlent 17.6.2023 18:03 Fótbrotin kona sótt að gosstöðvum við Fagrafell Síðdegis í dag var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út vegna konu sem hafði dottið og fótbrotnað á gönguleiðinni að gosstöðvunum við Fagrafell. Vegna langs biðtíma eftir þyrlu var konan ferjuð niður af fjallinu á óvenjulegan máta. Innlent 16.6.2023 21:19 Notuðu þyrlu, dróna og sporhund við leit að sofandi dreng Lögregla og björgunarsveitarfólk kom að umfangsmikilli leit að níu ára dreng í Vatnaskógi í nótt. Sá hafði horfið frá sínum stað í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en fannst svo nokkrum klukkustundum síðar undir sæng hjá vini sínum. Innlent 15.6.2023 15:14 Björgunarsveitarmenn lánuðu konum jakkana sína Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert. Innlent 14.6.2023 22:31 Björguðu ferðamanni í sjálfheldu í Þakgili Björgunarsveitir frá Vík í Mýrdal og Álftaveri voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld vegna ferðamanns, sem hafði villst út af gönguleið í Þakgili undir Mýrdalsjökli og var kominn í sjálfheldu. Innlent 6.6.2023 23:46 Smábátur strandaði við Arnarstapa Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík. Innlent 5.6.2023 23:53 Björgunarsveit kölluð út vegna fótbrots á Snæfellsnesi Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út skömmu eftir klukkan fimm í dag vegna tilkynningar um fótbrot manns sem var á ferð um Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi. Innlent 3.6.2023 17:39 Björgunarsveitarmenn festu sig við björgunartilraun Um miðjan dag í dag barst Landsbjörgu hjálparbeiðni frá fólki sem hafi fest jeppa sinn í Leirvogsá í Mosfellsbæ. Ekki fór betur en svo að bíll á vegum björgunarsveitar festist einnig í ánni. Innlent 29.5.2023 17:14 Bílar fuku af veginum í Öræfum Nokkur vandræði sköpuðust á Öræfu í morgun þar sem bílar fuku út af veginum vegna mikils hvassviðris. Sérstaklega var hvasst við Fjallsárlón en í tilkynningu frá Landsbjörg segir að ferðafólk hafi almennt verið í vandræðum. Innlent 24.5.2023 15:48 Björgunarsveitirnar lausar við útköll í hvassviðrinu Engar tilkynningar hafa komið inn á borð björgarsveitanna vegna hvassviðrisins sem gekk á landið í gær. Innlent 24.5.2023 10:12 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 46 ›
„Það er enginn að fara að koma þér til bjargar“ Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir dæmi um að fólk fari ekki að tilmælum björgunarsveitarfólks og sé „óvenju fífldjarft“ við eldgosið. Sumir hafi gengið inn á nýrunnið hraun og jafnvel upp á gígbarma. Lítið sé hægt að gera ef einstaklingar stígi ofan í glóðheitt hraun með skelfilegum afleiðingum. Innlent 12.7.2023 23:55
Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. Innlent 12.7.2023 23:35
Hrasaði við Háafoss Björgunarsveitir voru boðaðar út síðdegis í dag vegna ferðamanns sem talið var að hefði hrasað og sennilega ökklabrotnað við Háafoss. Innlent 12.7.2023 21:45
Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. Innlent 12.7.2023 20:34
Annasamt hjá björgunarsveitum í Þórsmörk Björgunarsveitir sinna verkefnum víðar en á gosstöðvum. Í gær voru björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu kallaðar inn í Þórsmörk vegna einstaklings sem hafði slasast á gönguleið við Merkurrana og Valahnúk. Innlent 12.7.2023 17:40
Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. Innlent 12.7.2023 11:44
Erfitt að manna stöður við gosið: Vilja að stjórnvöld stígi fastar inn í Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar. Að stjórnvöld mættu stíga fastar inn og hjálpa til við vöktun á svæðinu. Innlent 11.7.2023 23:28
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Innlent 10.7.2023 11:55
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Innlent 9.7.2023 21:55
Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. Innlent 9.7.2023 19:59
Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. Innlent 9.7.2023 18:05
Rúta festist í miðri á Rúta með um það bil tuttugu ferðamönnum festist í vaði ár á hálendinu í kvöld. Svo virðist vera sem rútan hafi bilað í miðri ánni. Hvorki tókst koma rútunni í gang né að losa hana úr ánni. Innlent 8.7.2023 21:10
Tvær konur féllu af hestbaki á hálendinu Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum fékk tvær beiðnir um aðstoð þar sem kona hafði fallið af hestbaki. Önnur konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Innlent 8.7.2023 18:35
Slösuð kona sótt á skjálftasvæðið og margir á vappi Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall klukkan 12:45 vegna konu sem hafði slasað sig á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Aðgerðum lauk um klukkan tvö en mikil umferð ferðamanna er á svæðinu. Fólk er beðið að fara varlega á svæðinu. Innlent 8.7.2023 14:50
Þór aðstoðaði vélarvana strandveiðibát Áhöfn Þórs, björgunarskips Landsbjargar í Vestmannaeyjum var, aðstoðaði strandveiðibát vegna vélarbilunar þegar hann var að veiðum utan við eyjarnar í morgun. Báturinn var dreginn til hafnar í Eyjum. Innlent 6.7.2023 15:44
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36
Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Innlent 26.6.2023 08:31
Bjargað þar sem hún hékk á varadekki í Markarfljóti Björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar komu konu til bjargar í Markarfljóti í morgun eftir að bíll hennar lenti í fljótinu. Innlent 25.6.2023 09:56
Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið. Innlent 18.6.2023 15:38
„Stórskotalið“ í Þórsmörk kom rútunni úr Krossá Rúta sem festist í Krossá í Þórsmörk í dag er komin úr ánni. Skálavörður segir það „stórskotaliði á svæðinu“, sem lagðist á eitt, að þakka. Innlent 17.6.2023 23:11
Rúta föst í Krossá Rúta er föst í miðri Krossá. Straumur árinnar er sem stendur of mikill til að hægt sé að koma henni úr ánni, að sögn skálavarðar í Þórsmörk, en reynt verður á ný í kvöld. Innlent 17.6.2023 18:03
Fótbrotin kona sótt að gosstöðvum við Fagrafell Síðdegis í dag var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út vegna konu sem hafði dottið og fótbrotnað á gönguleiðinni að gosstöðvunum við Fagrafell. Vegna langs biðtíma eftir þyrlu var konan ferjuð niður af fjallinu á óvenjulegan máta. Innlent 16.6.2023 21:19
Notuðu þyrlu, dróna og sporhund við leit að sofandi dreng Lögregla og björgunarsveitarfólk kom að umfangsmikilli leit að níu ára dreng í Vatnaskógi í nótt. Sá hafði horfið frá sínum stað í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en fannst svo nokkrum klukkustundum síðar undir sæng hjá vini sínum. Innlent 15.6.2023 15:14
Björgunarsveitarmenn lánuðu konum jakkana sína Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert. Innlent 14.6.2023 22:31
Björguðu ferðamanni í sjálfheldu í Þakgili Björgunarsveitir frá Vík í Mýrdal og Álftaveri voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld vegna ferðamanns, sem hafði villst út af gönguleið í Þakgili undir Mýrdalsjökli og var kominn í sjálfheldu. Innlent 6.6.2023 23:46
Smábátur strandaði við Arnarstapa Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík. Innlent 5.6.2023 23:53
Björgunarsveit kölluð út vegna fótbrots á Snæfellsnesi Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út skömmu eftir klukkan fimm í dag vegna tilkynningar um fótbrot manns sem var á ferð um Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi. Innlent 3.6.2023 17:39
Björgunarsveitarmenn festu sig við björgunartilraun Um miðjan dag í dag barst Landsbjörgu hjálparbeiðni frá fólki sem hafi fest jeppa sinn í Leirvogsá í Mosfellsbæ. Ekki fór betur en svo að bíll á vegum björgunarsveitar festist einnig í ánni. Innlent 29.5.2023 17:14
Bílar fuku af veginum í Öræfum Nokkur vandræði sköpuðust á Öræfu í morgun þar sem bílar fuku út af veginum vegna mikils hvassviðris. Sérstaklega var hvasst við Fjallsárlón en í tilkynningu frá Landsbjörg segir að ferðafólk hafi almennt verið í vandræðum. Innlent 24.5.2023 15:48
Björgunarsveitirnar lausar við útköll í hvassviðrinu Engar tilkynningar hafa komið inn á borð björgarsveitanna vegna hvassviðrisins sem gekk á landið í gær. Innlent 24.5.2023 10:12