Fórna sumarfríinu til að hjálpa fólki á hálendinu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 12:54 Hluti hópsins sem sinnir vaktinni fyrstu vikuna. Christina Fyrsta hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegi. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum. Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira