Fórna sumarfríinu til að hjálpa fólki á hálendinu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 12:54 Hluti hópsins sem sinnir vaktinni fyrstu vikuna. Christina Fyrsta hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegi. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum. Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira