Komu slösuðum skipverja til bjargar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 11:54 Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út vegna slyssins við Neskaupstað. Landsbjörg Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað og á Patreksfirði voru kölluð út í nótt og snemma í morgun til aðstoða tvo fiskibáta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út klukkan hálf fimm í nótt vegna skipverja á fiskibát sem hafði slasast á fæti og var ekki í ástandi til að sigla bátnum til hafnar. Maðurinn hífður upp í þyrlu Sjúkraflutningamaður var um borð í björgunarskipinu en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Hafbjörg var komin að bátnum rétt fyrir klukkan sex í morgun en einn úr áhöfn skipsins tók þá við stjórn fiskibátsins á meðan hlúið var að skipverjanum sem var hífður um borð í þyrluna um klukkan sjö í morgun. „Hafbjörg og fiskibáturinn tóku þá stefnuna til Neskaupstaðar en TF Eir flaug til Egilsstaða þar sem tekið var eldsneyti. Þyrlan flaug svo áfram með sjúklinginn til Reykjavíkur til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni. Fiskibáturinn togaður í höfn Klukkan hálf sjö í morgun var björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði kallað út vegna fiskibáts sem hafði fengið rekalda í skrúfu bátsins og gat þar af leiðandi ekki haldið áfram veiðum. Fiskibáturinn var staddur í mynni Patreksfjarðar en vel gekk að koma taug á milli skipanna. „Vörður II tók stefnuna inn til Patreksfjarðar með bátinn í togi og kom inn til hafnar nú rétt upp úr klukkan níu.“ Fiskibáturinn var togaður í höfn.Landsbjörg Fiskibátur missti stýri Um tvö leitið í nótt var björgunarsveitin Bára á Djúpavogi jafnframt kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst stýri rétt austur af Papey. Björgunarstarf gekk vel en björgunarsveitin tók bátin í tog og voru komin að bryggju um hálf fimm í nótt. „Þetta var annað útkall Báru á stuttum tíma því seinni partinn í gær var sveitin einnig kölluð út vegna einstaklings sem hafði fallið á reiðhjóli og handleggsbrotnað inn í Hamarsdal. Björgunarfólk fór ásamt sjúkraflutningum og flutti viðkomandi fram dalinn og í sjúkrabíl.“ Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út klukkan hálf fimm í nótt vegna skipverja á fiskibát sem hafði slasast á fæti og var ekki í ástandi til að sigla bátnum til hafnar. Maðurinn hífður upp í þyrlu Sjúkraflutningamaður var um borð í björgunarskipinu en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Hafbjörg var komin að bátnum rétt fyrir klukkan sex í morgun en einn úr áhöfn skipsins tók þá við stjórn fiskibátsins á meðan hlúið var að skipverjanum sem var hífður um borð í þyrluna um klukkan sjö í morgun. „Hafbjörg og fiskibáturinn tóku þá stefnuna til Neskaupstaðar en TF Eir flaug til Egilsstaða þar sem tekið var eldsneyti. Þyrlan flaug svo áfram með sjúklinginn til Reykjavíkur til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni. Fiskibáturinn togaður í höfn Klukkan hálf sjö í morgun var björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði kallað út vegna fiskibáts sem hafði fengið rekalda í skrúfu bátsins og gat þar af leiðandi ekki haldið áfram veiðum. Fiskibáturinn var staddur í mynni Patreksfjarðar en vel gekk að koma taug á milli skipanna. „Vörður II tók stefnuna inn til Patreksfjarðar með bátinn í togi og kom inn til hafnar nú rétt upp úr klukkan níu.“ Fiskibáturinn var togaður í höfn.Landsbjörg Fiskibátur missti stýri Um tvö leitið í nótt var björgunarsveitin Bára á Djúpavogi jafnframt kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst stýri rétt austur af Papey. Björgunarstarf gekk vel en björgunarsveitin tók bátin í tog og voru komin að bryggju um hálf fimm í nótt. „Þetta var annað útkall Báru á stuttum tíma því seinni partinn í gær var sveitin einnig kölluð út vegna einstaklings sem hafði fallið á reiðhjóli og handleggsbrotnað inn í Hamarsdal. Björgunarfólk fór ásamt sjúkraflutningum og flutti viðkomandi fram dalinn og í sjúkrabíl.“
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira