Heilbrigðismál

Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Öll brotin framin inni á salernunum

Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar.

Innlent
Fréttamynd

Um þrjátíu manns nota vímuefni í æð á Suðurnesjum

Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið grafalvarlegt á Akranesi

Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.

Innlent
Fréttamynd

Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri

Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið

Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið.

Innlent
Fréttamynd

Taka þurfi fyrr og fastar á málum

Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra

Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang.

Innlent
Fréttamynd

Úthvíldir skurðlæknar standa sig betur

Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og ajúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár.

Innlent