Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. febrúar 2020 12:45 Gámurinn sem komið var upp til þess að taka á móti fólki sem mögulega væri smitað af veirunni Vísir/Vilhelm Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans hafa verið settir sóttkví, ásamt tugum annarra sem tengjast manninum. Stjórnandi vinnustaðarins er afar gagnrýninn á hæg viðbrögð yfirvalda þegar smitið kom upp. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru og veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna var hækkað úr óvissustigi í hættustig. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir að í gærkvöldi hafi stór hópur unnið að því að rekja ferðir mannsins. „Út úr þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga, sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis, að vera í sóttkví næstu fjórtán daga og láta okkur vita ef það kæmu fram einkenni. Úr þessum hópi voru líka tekin nokkur sýni úr nokkrum einstaklingum sem voru með flensueinkenni og við fáum niðurstöður úr þeim í dag,“ segir Víðir. Sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og voru ferðir hennar því ekki raktar að sögn Víðis. „Við vorum komin með miklar upplýsingar en þegar það reyndist neikvætt þá ákváðum við að fara ekki með það lengra. En auðvitað liggja leiðir þeirra víða saman,“ segir Víðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur maðurinn sem greindist með veiruna á um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Átján samstarfsmenn mannsins hafa verið settir í sóttkví en nokkrir voru í leyfi frá vinnu þá daga sem maðurinn mætti í vinnuna. Eiginkona mannsins er þá stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík en nemendum skólans var greint frá því í tölvupósti í dag. Þar sagði að viðkomandi starfsmaður skólans hefði ekki sinnt kennslu á önninni. Var það einnig nefnt að starfsmaðurinn sem um ræðir hafi ekki greinst með veiruna en muni, í varúðarskyni, halda sig heima næstu tvær vikurnar. Fréttastofa hefur rætt við stjórnanda vinnustaðarins sem er afar gagnrýninn á viðbrögð yfirvalda í málinu. Um klukkan tvö hafi fréttir borist um að samstarfsfélagi væri smitaður og við tóku nokkrar klukkustundir af óvissu. Enginn hafi náð sambandi við síma 1700 og það hafi verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandi vinnustaðarins segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði eftir að í ljós kom að maðurinn væri smitaður. Víðir segir gagnrýnina réttmæta. Eftir að fréttir hafi borist af smiti mannsins hafi orðið gríðarlegt álag á símanúmerinu 1700 og Neyðarlínunni. „Það passar að þetta kemur inn til okkar þannig að það hafi starfsmaður hjá embætti Landlæknis sem hefur samband við okkur og þá fer ferlið í gang gagnvart þessum vinnustað, að vera í samskiptum og veita þeim upplýsingar og hjálpa þeim að vinna úr þessum upplýsingum. Þetta er bara mjög eðlileg og réttmæt gagnrýni að við hefðum geta brugðist hraðar við þessum málum á nokkrum stöðum, það er alveg pottþétt,“ segir Víðir. Víðir ítrekar að almenningur sé beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Það sé stöðufundur með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu. „Við erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun og tryggja samhæfingu,“ segir Víðir.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans hafa verið settir sóttkví, ásamt tugum annarra sem tengjast manninum. Stjórnandi vinnustaðarins er afar gagnrýninn á hæg viðbrögð yfirvalda þegar smitið kom upp. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru og veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna var hækkað úr óvissustigi í hættustig. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir að í gærkvöldi hafi stór hópur unnið að því að rekja ferðir mannsins. „Út úr þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga, sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis, að vera í sóttkví næstu fjórtán daga og láta okkur vita ef það kæmu fram einkenni. Úr þessum hópi voru líka tekin nokkur sýni úr nokkrum einstaklingum sem voru með flensueinkenni og við fáum niðurstöður úr þeim í dag,“ segir Víðir. Sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og voru ferðir hennar því ekki raktar að sögn Víðis. „Við vorum komin með miklar upplýsingar en þegar það reyndist neikvætt þá ákváðum við að fara ekki með það lengra. En auðvitað liggja leiðir þeirra víða saman,“ segir Víðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur maðurinn sem greindist með veiruna á um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Átján samstarfsmenn mannsins hafa verið settir í sóttkví en nokkrir voru í leyfi frá vinnu þá daga sem maðurinn mætti í vinnuna. Eiginkona mannsins er þá stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík en nemendum skólans var greint frá því í tölvupósti í dag. Þar sagði að viðkomandi starfsmaður skólans hefði ekki sinnt kennslu á önninni. Var það einnig nefnt að starfsmaðurinn sem um ræðir hafi ekki greinst með veiruna en muni, í varúðarskyni, halda sig heima næstu tvær vikurnar. Fréttastofa hefur rætt við stjórnanda vinnustaðarins sem er afar gagnrýninn á viðbrögð yfirvalda í málinu. Um klukkan tvö hafi fréttir borist um að samstarfsfélagi væri smitaður og við tóku nokkrar klukkustundir af óvissu. Enginn hafi náð sambandi við síma 1700 og það hafi verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandi vinnustaðarins segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði eftir að í ljós kom að maðurinn væri smitaður. Víðir segir gagnrýnina réttmæta. Eftir að fréttir hafi borist af smiti mannsins hafi orðið gríðarlegt álag á símanúmerinu 1700 og Neyðarlínunni. „Það passar að þetta kemur inn til okkar þannig að það hafi starfsmaður hjá embætti Landlæknis sem hefur samband við okkur og þá fer ferlið í gang gagnvart þessum vinnustað, að vera í samskiptum og veita þeim upplýsingar og hjálpa þeim að vinna úr þessum upplýsingum. Þetta er bara mjög eðlileg og réttmæt gagnrýni að við hefðum geta brugðist hraðar við þessum málum á nokkrum stöðum, það er alveg pottþétt,“ segir Víðir. Víðir ítrekar að almenningur sé beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Það sé stöðufundur með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu. „Við erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun og tryggja samhæfingu,“ segir Víðir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira