Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira