Landspítalinn

Fréttamynd

Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild

Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að harmleikur sem þessi eigi ekki að geta gerst.

Innlent
Fréttamynd

Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum

Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið“

Almennt hefur gengið nokkuð vel á bráðamóttöku Landspítalans nú um jólin og hefur álagið verið minna í ár en oft áður. Það má meðal annars rekja til þess að matarvenjur þjóðarinnar hafa að mörgu leyti breyst til hins betra auk þess sem í ljósi kórónuveirufaraldursins hafa færri þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. Þetta segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir sem ræddi stöðuna á bráðamóttökunni í þættinum Reykjavík sídegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“

Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær.

Innlent
Fréttamynd

Undir­rituðu samning vegna upp­steypu nýja Land­spítalans

Stjórnvöld og Eykt skrifuðu í dag undir samning um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Stefnt að þvi að uppsteypan hefjist fljótlega eftir áramót. Meðferðarkjarninn, sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð, er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvernig eru jól á spítala?

Við sem sinnum sálgæslu, sjúkrahúsprestar- og djákni á Landspítala, fáum iðulega þær spurningar í tengslum við jól og aðventu hvort hægt sé að halda jól á spítala og hvernig slík jól séu. Eins deilir fólk vangaveltum sínum um það hvort jólin geti yfirhöfuð komið til þeirra sem dvelja á sjúkrahúsi um hátíðina.

Skoðun
Fréttamynd

„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“

Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár

Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks

Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Tómas biðst afsökunar og fjarlægir myndböndin

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum hefur fjarlægt myndbönd sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Í myndböndunum sagðist Tómas að hann og ritari á spítalanum hefðu unnið að því að para saman læknanema í skurðlæknisfræðikúrsi á fjórða ári.

Innlent
Fréttamynd

Veikindi Víðis fara versnandi

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

„Blóðug sóun“ Land­spítalans

Undanfarnar vikur hefur borið á talsverðri umfjöllun um Landspítalann og stöðu hans í miðjum heimsfaraldri. Landspítalinn er nú loks kominn af hættustigi yfir á óvissustig en erfitt er að gleðjast yfir því þegar fregnir berast af hagræðingarkröfu stjórnvalda gagnvart spítalanum og uppsöfnuðum hallarekstri hans, sem mun að óbreyttu skerða þjónustu við sjúklinga.

Skoðun