Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2021 11:46 Læknirinn var sviptur starfsleyfi í byrjun árs í fyrra. VÍSIR/ARNAR Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. Umfangsmesta rannsókn sem embætti landlæknis hefur ráðist í fór af stað í lok árs 2019 eftir ábendingar um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að læknirinn hefði framkvæmt tólf ónauðsynlegar skurðaðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Þá hafi hann framkvæmt 53 aðgerðir á þriggja mánaða tímabili á meðan aðrir læknar á sömu stofu framkvæmdu núll til tvær aðgerðir af sama toga. Athugasemdir voru gerðar við verklag læknisins í 22 af þessum aðgerðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknisembættisins um að svipta lækninn starfsleyfi sínu. Sjúkratryggingar Íslands kröfðu lækninn um endurgreiðslu á fjórum milljónum vegna greiðsla úr sjúkratryggingum sem áttu ekki rétt á sér að sögn Maríu Heimisdóttur forstjóra stofnunarinnar. „Þetta er auðvitað bara afskaplega sorglegt og fyrst og fremst vegna þeirrar ógnar við öryggi sjúklinga sem þarna virðist hafa verið til staðar. Það er auðvitað þannig líka að þarna virðist hafa verið misfarið með almannafé og það er sömuleiðis alvarlegt en auðvitað er alvarleikinn í okkar augum fyrst og fremst ógn við öryggi sjúklinga sem þarna átti sér stað,“ segir María. Verið sé að skoða hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu hjá Sjúkratryggingum. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Heimildir fréttastofu herma að fyrst og fremst sé um að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Þá herma heimildir fréttastofu að læknirinn hafi ekki beitt nútíma læknisfræði í aðgerðum sínum. Hann hafi framkvæmt aðgerðir á ennis- og kynnholum á örfáum mínútum með aðferð sem hefur ekki verið viðurkennd í mörg ár. í dag eru slíkar aðgerðir framkvæmdar með sérstökum speglunarbúnaði, sem læknirinn notaðist ekki við, og taka að jafnaði um eina klukkustund. Aðgerðartíminn hjá lækninum hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. „Það gilda auðvitað ákveðnar reglur um aðferðafræðina sem beitt er og hvaða aðgerðir er hægt að fá endurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands og það virðist vera að það hafi verið misbrestur á hvoru tveggja þarna,“ segir María. Einnig hafi læknirinn rukkað fyrir fegrunaraðgerðir. „Sem voru skráðar sem annars konar aðgerðir og innheimt fyrir þær frá Sjúkratryggingum Íslands, en við tökum auðvitað ekki þátt í kostnaði vegna fegrunaraðgerða,“ segir María. Í byrjun árs var sérstök eftirlitsdeild sett á laggirnar hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Þetta mál sýnir enn og aftur hvað gott eftirlit skiptir miklu máli og við erum einmitt ný búin að stofna eftirlitsdeild sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt,“ segir María. Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Umfangsmesta rannsókn sem embætti landlæknis hefur ráðist í fór af stað í lok árs 2019 eftir ábendingar um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að læknirinn hefði framkvæmt tólf ónauðsynlegar skurðaðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Þá hafi hann framkvæmt 53 aðgerðir á þriggja mánaða tímabili á meðan aðrir læknar á sömu stofu framkvæmdu núll til tvær aðgerðir af sama toga. Athugasemdir voru gerðar við verklag læknisins í 22 af þessum aðgerðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknisembættisins um að svipta lækninn starfsleyfi sínu. Sjúkratryggingar Íslands kröfðu lækninn um endurgreiðslu á fjórum milljónum vegna greiðsla úr sjúkratryggingum sem áttu ekki rétt á sér að sögn Maríu Heimisdóttur forstjóra stofnunarinnar. „Þetta er auðvitað bara afskaplega sorglegt og fyrst og fremst vegna þeirrar ógnar við öryggi sjúklinga sem þarna virðist hafa verið til staðar. Það er auðvitað þannig líka að þarna virðist hafa verið misfarið með almannafé og það er sömuleiðis alvarlegt en auðvitað er alvarleikinn í okkar augum fyrst og fremst ógn við öryggi sjúklinga sem þarna átti sér stað,“ segir María. Verið sé að skoða hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu hjá Sjúkratryggingum. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Heimildir fréttastofu herma að fyrst og fremst sé um að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Þá herma heimildir fréttastofu að læknirinn hafi ekki beitt nútíma læknisfræði í aðgerðum sínum. Hann hafi framkvæmt aðgerðir á ennis- og kynnholum á örfáum mínútum með aðferð sem hefur ekki verið viðurkennd í mörg ár. í dag eru slíkar aðgerðir framkvæmdar með sérstökum speglunarbúnaði, sem læknirinn notaðist ekki við, og taka að jafnaði um eina klukkustund. Aðgerðartíminn hjá lækninum hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. „Það gilda auðvitað ákveðnar reglur um aðferðafræðina sem beitt er og hvaða aðgerðir er hægt að fá endurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands og það virðist vera að það hafi verið misbrestur á hvoru tveggja þarna,“ segir María. Einnig hafi læknirinn rukkað fyrir fegrunaraðgerðir. „Sem voru skráðar sem annars konar aðgerðir og innheimt fyrir þær frá Sjúkratryggingum Íslands, en við tökum auðvitað ekki þátt í kostnaði vegna fegrunaraðgerða,“ segir María. Í byrjun árs var sérstök eftirlitsdeild sett á laggirnar hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Þetta mál sýnir enn og aftur hvað gott eftirlit skiptir miklu máli og við erum einmitt ný búin að stofna eftirlitsdeild sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt,“ segir María.
Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43