Dýr

Fréttamynd

Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum

"Þetta eru fínustu lömb, hress og heilbrigð. Burðurinn gekk ágætlega hjá henni, það komu reyndar tvö á afturfótunum, það var eitthvað sem við leystum auðveldlega. Þetta eru sæðingalömb undan sæðingahrúti, þannig að eitthvað af þeim verður líklega í ásetningshópnum í haust, segir Tómas Jensson,“ bóndi á Teigi í Fljótshlíð.

Innlent
Fréttamynd

Kom að innpökkuðum hundi sínum eftir Íslandsferðina

Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband.

Erlent
Fréttamynd

Ormar, hundar, kettir og fuglar blessuð í tilefni dagsins

Sumardagurinn fyrsti bar nafn með rentu í dag þegar gamalt hitamet féll og hiti mældist næstum fimmtán gráður á höfuðborgarsvæðinu. Margir mættu á hátíðarhöld í tilefni dagsins víða um borgina. Í Grasagarðingum var verkið Fyssa endurvígt og ormar, kettir, hundar og páfagaukar fengu blessun í Grafarholti.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast með veikum hrossum

Matvælastofnun fylgist nú náið með veikindum í hrossum sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandi og á Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum

Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin.

Innlent
Fréttamynd

Krían er komin

Sést hefur til kría á Óslandi á Höfn, en Þórir Snorrason sem búsettur er á svæðinu sá til tveggja kría fljúga yfir svæðinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati

Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda.

Innlent