Gerðu samning til sex mánaða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Hætta er á að dýralæknalaust verði á víða um land. Fréttablaðið/Vilhelm Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur. „Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara. „Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur. „Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara. „Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira