Eftirlegukindur draga áfram dilk á eftir sér Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Átta kindum var bjargað úr Bjólfi 1. febrúar í fyrra. Fleiri kindur náðust síðar. Mynd/Kubbafabrikkan Arkitetar - Tindar Hótel „Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar. Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira