Eftirlegukindur draga áfram dilk á eftir sér Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Átta kindum var bjargað úr Bjólfi 1. febrúar í fyrra. Fleiri kindur náðust síðar. Mynd/Kubbafabrikkan Arkitetar - Tindar Hótel „Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar. Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
„Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira