Sætasta og skemmtilegasta svín landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 19:15 Mikill vinskapur hefur skapast á milli Gríshildar og Siggu enda tímir hún ekki að slátra henni og hvað þá að borða hana um jólin. Gríshildur elskar að láta Siggu klóra sér. Vísir/Magnús Hlynur Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga. Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýjustu tölur um losun Íslands Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga.
Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýjustu tölur um losun Íslands Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira