Fjölmiðlar

Fréttamynd

Norður-Kórea er víða

Kim Il-Sung, hinn eilífi forseti Norður-Kóreu, stjórnaði landinu með harðri hendi til dauðadags árið 1994. Það var ekki til sá kimi samfélagsins sem laut ekki stjórn hans.

Skoðun
Fréttamynd

Jón Einar sak­felldur fyrir um­fangs­mikla sjón­ræningja­starf­semi

Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína.

Innlent
Fréttamynd

Ó­rétt­læti sem verði að leið­rétta

„Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. 

Innlent
Fréttamynd

Vill koma upp mót­töku flótta­manna við Kaffi Vest

Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál.

Innlent
Fréttamynd

Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu

Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest

Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta.

Innlent
Fréttamynd

Gefa út afkomuspá eftir allt saman

Stjórn Sýnar hefur ákveðið að gefa út afkomuspá fyrir árið 2024 en ákveðið var samhliða útgáfu ársreiknings félagsins í febrúar að gera það ekki. Það var meðal vegna óvissu um framtíðareignarhald vefmiðla og útvarpsstöðva, sem nú hefur verið eytt. Spáin gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði upp á um einn milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hátt reitt til höggs

Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan

Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð.

Innlent
Fréttamynd

Vara við svindlurum sem líkja eftir Mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir umfangsmiklar tilraunir í gangi til að svíkja peninga út úr landsmönnum á netinu. Glæpamennirnir notist við gervifréttir af vel heppnuðum fjárfestingum til að lokka fólk inn í svikamyllu.

Innlent
Fréttamynd

Að gefnu til­efni

Prófessor Gauti Kristmannsson, bókagagnrýnandi Ríkisútvarpsins, ritar pistil hér á Vísi þann 28. júní s.l. og virðist gáttaður á því að ég skuli voga mér að halda uppi vörnum fyrir íslenska tungu. 

Skoðun
Fréttamynd

Freyja snýr sér að þáttastjórnun

Freyja Haraldsdóttir baráttukona og doktorsnemi er þáttastjórnandi nýrra útvarpsþátta sem verða á dagskrá Rásar 1 í sumar. Þættirnir heita Við eldhúsborðið og fjalla um málefni fatlaðs fólks.

Lífið
Fréttamynd

Endur­tekið efni á Stöð 2 vegna rafmagnsbrunans

Enn er unnið að viðgerð vegna rafmagnsbruna sem kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Vegna þess er sjónvarpsdagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport með óhefðbundnum hætti sem lýsir sér þannig að viðskiptavinir sjá endurtekið efni. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjótarnir geri ekki greinar­mun á bíla­sölum eða fjöl­miðlum

Framkvæmdastjóri netöryggisfélags telur orðum aukið að leggja megi netárás sem útgáfufélagið Árvakur varð fyrir um helgina að jöfnu við aðför að lýðræði í landinu. Ekkert bendi til þess að ráðist hafi verið á Árvakur vegna þess að um fjölmiðlafyrirtæki sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Cool­bet á­berandi í úti­legu Verzlinga

Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­­tíðindi að koma Ass­an­­ge loks úr fangelsi

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Mikið þrek­virki“ að koma Morgun­blaðinu út í morgun

Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er á­rás á lýð­ræðið í landinu”

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Allir að hlusta, en samt fórum við í gjald­þrot“

Gunnlaugur Helgason – Gulli Helga – fjölmiðlamaður og frumkvöðull segist þakklátur fyrir áratugaferil í fjölmiðlum, en jafnframt frelsinu feginn eftir að hann hætti í daglegri rútínu. Gulli Helga, var nýlega gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar kjaftaði á honum hver tuska.

Lífið