Fjölmiðlar

Fréttamynd

Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu

Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Seinkun frétta­tímans seinkað

Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins færast ekki til klukkan 20 þegar EM kvenna í fótbolta lýkur, líkt og tilkynnt hafði verið um. Enn stendur þó til að seinka fréttatímanum. Í kvöld verður síðasti tíufréttatíminn lesinn í sjónvarpi allra landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falt sið­gæði EBU mikið áhyggju­efni

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. 

Innlent
Fréttamynd

Samstöðin hafi aldrei verið í hættu

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk.

Innlent
Fréttamynd

Samstöðinni verði mögu­lega lokað í kvöld: Vilja fá lög­bann á boðaðan aðal­fund

Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Biður Höllu af­sökunar á fréttum af meintum líf­vörðum

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins.

Innlent
Fréttamynd

For­maður og gjald­keri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot

Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Greindi þátt al­mennings og fjöl­miðla í máli „strokufangans“

Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“.

Innlent
Fréttamynd

Byggir á viðskiptamódeli banda­rískrar trúboðsstöðvar

Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson.

Lífið
Fréttamynd

Páll hafði betur gegn Aðal­steini í Lands­rétti

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði öllum kröfum Ást­hildar Lóu nema einni

Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó.

Innlent
Fréttamynd

Fréttir af baggavélum og lömbum

Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn.

Skoðun
Fréttamynd

Páll skip­stjóri krefur Ríkis­út­varpið um milljónir króna

Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar.

Innlent
Fréttamynd

Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna

Í tengslum við breytingar á útliti miðla Sýnar, þar sem vörumerkið Stöð 2 hefur verið lagt niður, hefur Björgvin Halldórsson stórsöngvari – Bó – nú lokið leik sem þulur fyrirtækisins. Hann er sáttur við það og honum lýst vel á arftaka sinn.

Lífið
Fréttamynd

Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar

Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor.

Lífið
Fréttamynd

Fjölmiðla­frum­varpið „ein alls­herjar­hefndar­för gegn Morgun­blaðinu“

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. 

Innlent
Fréttamynd

Dóms­dagur nálgast!

Ef satt reynist að HBO Max sé að nema hér land í Júlí n.k. markar það ákveðin straumhvörf í streymisheiminum hér á landi, þar sem helstu eigendur og framleiðendur efnisréttar í heiminum hafa þá séð sér fært að nema hér land á þessum örmarkaði sem Ísland er.

Skoðun