Suður-Kínahaf

Tólf bandarískir sjóliðar slasaðir eftir árekstur við óþekktan hlut
Að minnsta kosti tólf bandarískir sjóliðar eru slasaðir eftir að kjarnorkukafbáturinn USS Connecticut rakst á óútskýrðan hlut í grennd við Suður Kínahaf á laugardaginn var.

Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur
Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála.

Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump
Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta.

Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi
Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum.

Gætu lamað varnir Taívans í skyndi
Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans.

Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf
Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu.

Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu
Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot.

Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa
Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni.

Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað
Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund.

Ráðherrar á flakki um Asíu gagnrýna Kínverja harðlega
Yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu í gær viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn 24 embættismönnum í Kína og Hong Kong vegna andlýðræðislegra aðgerða Kínverja í Hong Kong.

Halda heræfingar og vara við köldu stríði
Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði.

Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi
Bandarískum herflota var í dag siglt inn í Suður-Kínahaf með því markmiðið að tryggja frjálsar ferðir þar um. Á sama tíma er mikil spenna á Taívansundi eftir að Kínverjar sendu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn á loftvarnasvæði eyríkisins í gær og í dag.

Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan
Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019.

Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum
John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Halda fleiri heræfingar á Taívansundi
Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“.

Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax
Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan.

Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf
Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð.

Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína
Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum.

Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi
Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð.

Kínverjar taka annað flugmóðurskip í notkun
Kínverjar hafa lagt mikið í það að koma upp nútíma flota á undanförnum árum með framleiðslu herskipa, kafbáta og svokallaðra stuðningsskipa. Xi Jinping sagði í fyrra að floti Kína þyrfti að vera af "heimsklassa“.

Bandaríkin þurfi að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi
Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína lét Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vita að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi er þeir hittust á fundi í Bangkok í Taílandi í dag.

Drekinn sýnir klærnar
Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína.

Rússar harma að hafa rofið lofthelgi Suður-Kóreu
Suður-kóresk stjórnvöld segja að rússneski herinn hafi sagt tæknilegan galla hafa valdið því að herflugvél rauf lofthelgina í gær.

Hersýning haldin með andstæðingum
Herskip frá Indlandi, Ástralíu og fleiri löndum lögðust að höfn í Qingdao í Kína í morgun til að taka þátt í hersýningu.

Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

Skipasiglingar valda reiði í Kína
Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína.

Drekinn að ná í stélið á erninum
Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.

Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum
Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi.

Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi.

Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan
"Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa.“