Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2021 10:48 Skipinu Sierra Madre var siglt í strand árið 1999 en það var smíðað í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Það er innan tvö hundruð mílna lögsögu Filippseyja. AP/Bullit Marquez Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. Áhöfn skips strandgæslu Kína reyndi nýverið að koma í veg fyrir að Filippseyingar kæmu birgðum til þeirra hermanna sem halda til á skipinu og krafðist Kína þess í kjölfarið að skipið yrði fjarlægt. Eftir að birgðaskip þurftu frá að hverfa í síðustu viku voru fleiri send og tókst þeim að koma birgðum til áhafnar skipsins strandaða, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rifið Second Thomas Shoal sem skipið BRP Sierra Madre er strandað á er innan tvö hundruð mílna landhelgi Filippseyja. Því var vísvitandi siglt í strand árið 1999 og var markmiðið að ítreka tilkall Filippseyja til Spratly-eyja. Skipið var smíðað í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og var hannað til að flytja skriðdreka á átakasvæði. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og þar á meðal hafsvæðis ríkja eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Filippseyjar kærðu Kína fyrir Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Reuters fréttaveitan hefur eftir Delfin Lorenzana, varnarmálaráðherra Filippseyja, að kröfur Kínverja séu innihaldslausar. Það séu Kínverjar sem séu þar sem þeir eigi ekki að vera. Samkvæmt alþjóðalögum, sem Kínverjar hafa skrifað undir, tilheyri rifið Filippseyjum. Filippseyjar Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19 Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07 Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07 Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. 20. maí 2021 10:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Áhöfn skips strandgæslu Kína reyndi nýverið að koma í veg fyrir að Filippseyingar kæmu birgðum til þeirra hermanna sem halda til á skipinu og krafðist Kína þess í kjölfarið að skipið yrði fjarlægt. Eftir að birgðaskip þurftu frá að hverfa í síðustu viku voru fleiri send og tókst þeim að koma birgðum til áhafnar skipsins strandaða, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rifið Second Thomas Shoal sem skipið BRP Sierra Madre er strandað á er innan tvö hundruð mílna landhelgi Filippseyja. Því var vísvitandi siglt í strand árið 1999 og var markmiðið að ítreka tilkall Filippseyja til Spratly-eyja. Skipið var smíðað í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og var hannað til að flytja skriðdreka á átakasvæði. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og þar á meðal hafsvæðis ríkja eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Filippseyjar kærðu Kína fyrir Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Reuters fréttaveitan hefur eftir Delfin Lorenzana, varnarmálaráðherra Filippseyja, að kröfur Kínverja séu innihaldslausar. Það séu Kínverjar sem séu þar sem þeir eigi ekki að vera. Samkvæmt alþjóðalögum, sem Kínverjar hafa skrifað undir, tilheyri rifið Filippseyjum.
Filippseyjar Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19 Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07 Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07 Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. 20. maí 2021 10:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01
Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19
Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07
Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07
Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55
Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. 20. maí 2021 10:03