Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 11:42 Ein af sprengjuvélunum sem flogið var frá Kína að Taívan í gær. AP/Varnarmálaráðuneyti Taívan Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. Hann vísaði þó ekki beint til heimsóknar Keith Krach, aðstoðarinnanríkisráðherra og æðsta erindreka Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í áratugi. Talsmaðurinn, Ren Guoqiang, sagði einnig að Bandaríkin gætu ekki stjórnað Kína í gegnum Taívan og að Taívan gæti ekki reitt sig á útlendinga til að byggja sig upp. Ren varpaði þar að auki fram lítt dulinni hótun og sagði: „Þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Varnarmálaráðuneyti Taívan segir þar að auki að 18 herþotum, tveimur sprengjuvélum og 16 orrustuþotum, hafa verið flogið yfir Taívansund í gær. Orrustuþotur voru sendar til móts þeirra. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga á undanförnum vikum. Kínverjar hafa einnig mótmælt fundi Kelly Craft, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, með James Lee, sem stýrir óformlegu sendiráði Taívan í Bandaríkjunum. Þau funduðu í New York á miðvikudaginn og ræddu sín á milli hvernig hægt væri að auka aðkomu Taívan að Sameinuðu þjóðunum. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Eins og flest önnur ríki eiga Bandaríkin í rauninni ekki í formlegum samskiptum við Taívan. Bandaríkin hafa þó lengi stutt við bakið á Taívan og eru til að mynda það ríki sem selur þeim mest vopn. Undir stjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa samskiptin við Taívan aukist til muna en Bandaríkin hafa frá því 2018 átt í viðskiptastríði við Kína. Til marks um það, þá heimsótti Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Taívan í byrjun ágúst. Hann var þá æðsti embættismaðurinn sem heimsótt hafði Taívan um langt skeið. Þeirri rannsókn var harðlega mótmælt í Peking. Kína Taívan Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. Hann vísaði þó ekki beint til heimsóknar Keith Krach, aðstoðarinnanríkisráðherra og æðsta erindreka Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í áratugi. Talsmaðurinn, Ren Guoqiang, sagði einnig að Bandaríkin gætu ekki stjórnað Kína í gegnum Taívan og að Taívan gæti ekki reitt sig á útlendinga til að byggja sig upp. Ren varpaði þar að auki fram lítt dulinni hótun og sagði: „Þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Varnarmálaráðuneyti Taívan segir þar að auki að 18 herþotum, tveimur sprengjuvélum og 16 orrustuþotum, hafa verið flogið yfir Taívansund í gær. Orrustuþotur voru sendar til móts þeirra. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga á undanförnum vikum. Kínverjar hafa einnig mótmælt fundi Kelly Craft, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, með James Lee, sem stýrir óformlegu sendiráði Taívan í Bandaríkjunum. Þau funduðu í New York á miðvikudaginn og ræddu sín á milli hvernig hægt væri að auka aðkomu Taívan að Sameinuðu þjóðunum. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Eins og flest önnur ríki eiga Bandaríkin í rauninni ekki í formlegum samskiptum við Taívan. Bandaríkin hafa þó lengi stutt við bakið á Taívan og eru til að mynda það ríki sem selur þeim mest vopn. Undir stjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa samskiptin við Taívan aukist til muna en Bandaríkin hafa frá því 2018 átt í viðskiptastríði við Kína. Til marks um það, þá heimsótti Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Taívan í byrjun ágúst. Hann var þá æðsti embættismaðurinn sem heimsótt hafði Taívan um langt skeið. Þeirri rannsókn var harðlega mótmælt í Peking.
Kína Taívan Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54