Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Sonurinn að­eins spillt fyrir nætur­svefninum

Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­vandi Fram­sóknar­flokksins

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjum treystir þú?

Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn til fram­tíðar í Fjarða­byggð

Á laugardaginn ganga íbúar Fjarðabyggðar til kosninga og kjósa sér fulltrúa í bæjarstjórn til næstu fjögurra ára. Á undanförnum dögum og vikum höfum við, frambjóðendur Framsóknar í Fjarðabyggð, farið vítt og breitt um sveitarfélagið okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru Hafn­firðingar, takk kær­lega fyrir mig!

Undanfarnar vikur hef ég farið út um allan bæ og hitt ykkur; hvort sem það hefur verið heimsókn í fyrirtæki, íþróttafélög eða félagasamtök, á fundum, á viðburðum eða á förnum vegi. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að hitta ykkur og eiga góð og gagnleg samtöl um bæinn okkar og hvað við getum gert til að gera góðan bæ enn betri.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum og hlustum

Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­vandi ungs fólks

Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í upp­byggingu í­búða í Hafnar­firði

Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hlutinn sem gleymdi að byggja

Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki nýta samninginn í pólitískum til­gangi

Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks er mikilvægt plagg. Hann er eitt stærsta verkfærið okkar í baráttunni fyrir réttindum fatlaðs fólks. Við eigum að bera virðingu fyrir honum skilyrðislaust.

Skoðun
Fréttamynd

Megi heppnin vera með þér… að loknu fæðingar­or­lofi

Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í leik­skóla­málum

Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um tölur

Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn til fram­tíðar í at­vinnu­málum í Fjarða­byggð

Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breytt leigu­hús­næði

Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Náum jafn­vægi á hús­næðis­markaði

Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar sam­vinna býr til sam­fé­lags­leg verð­mæti

Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

3000 íbúðir á ári

Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að.

Skoðun
Fréttamynd

Of svalir fyrir sjálfa sig

Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk.

Skoðun