Lilja hjólar í Samfylkinguna: „Hver tekur Samfylkinguna alvarlega?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 13:53 Lilja fór um víðan völl í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Samfylkinguna harðlega í ávarpi sínu á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Hún sagði Samfylkinga hafa tekið upp þeirra stefnu, miðjustefnuna. „En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
„En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43