Fimmtungur ánægður með störf Einars borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 10:30 Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Tuttugu prósent segjast ánægðr með störf hans í könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Um fimmtungur svarenda nýrrar könnunar segist ánægður með störf Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra, og meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Jafnmargir telja minnihlutann og meirihlutann standa sig illa. Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent. Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent.
Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira