Fréttir

Fréttamynd

Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda

Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember.

Innlent
Fréttamynd

Fimm prósent Íslendinga þjást af heilsukvíða

Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart

„Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum

Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn

Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga

Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Nú sést uppskrift að lausn vandamálanna

Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ölmusupólitík og aumingjavæðing

„Mér finnst ekki margt nýtt í þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Aukaefni í saltfiski eru bönnuð

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi um mánaðamótin stjórnvöldum bréf þar sem fram kemur að grunur leiki á að fjölfosföt séu enn notuð í saltfiskverkun hér. Notkun fjölfosfata við saltfiskverkun er bönnuð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og innan aðildarríkja Evrópusambandsins Fjölfosföt eru aukaefni sem sprautað er í saltfisk til að gera hann hvítari og bindur vatn í honum sem þyngir hann. Efnið hefur ekki áhrif á bragðið.

Innlent
Fréttamynd

Förum að sjá botninn

„Það er jákvætt að komin er niðurstaða í þetta mál og mjög mikilvægt að það myndist hröð úrlausn, bæði á skuldavanda heimila og fyrirtækja,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að réttindi sín séu fest í lög

Fulltrúar NPA-miðstöðvarinnar afhentu stjórnvöldum í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, áskorun þar sem þess er meðal annars krafist að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Íslandi sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Áhugaverð tillaga sem gæti skipt máli

Tillagan um niðurgreiðslu vaxtakostnaðar er langáhugaverðust þeirra aðgerða sem boðaðar voru í gær til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Þetta er mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hrognin verða að 70 þúsund tonnum

Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir.

Innlent
Fréttamynd

Biðja ráðuneyti um rannsókn

Hópur þeirra kvenna sem hafa ásakað Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um kynferðislega áreitni hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem ráðherra er beðinn um að rannsaka mál Gunnars. Greint var frá málinu á Pressunni.

Innlent
Fréttamynd

Greiða 80 milljónir í bónusa

Útgerðarfélagið Samherji hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu í landi 260 þúsund króna launauppbót í desember til viðbótar við umsamda 46 þúsund króna desemberuppbót. Uppbótin nemur í heildina 320 þúsund krónum á mann og kostar Samherja í kringum 80 milljónir króna að frátöldum tengdum gjöldum.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um að þiggja greiðslur

Sumir þeirra tíu einstaklinga sem lögregla yfirheyrði vegna stórfellds ólöglegs niðurhals efnis í fyrrakvöld og gærdag eru grunaðir um að hafa fengið greitt fyrir dreifingu þess.

Innlent
Fréttamynd

Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum

Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum.

Innlent
Fréttamynd

Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi

„Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi.

Innlent
Fréttamynd

Skattaskýrsla lengdi bið eftir barni

„Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal.

Innlent
Fréttamynd

Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá

Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir

„Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum.

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpssöfnun fyrir Barnahjálpina

Með Fréttablaðinu í dag fylgir sérstakt blað tileinkað Barnahjálpinni og sölu Rauða nefsins. Í kvöld verður skemmtiþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 þar sem efnt verður til landssöfnunar til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Innlent