Nýtt vaxtabótakerfi í bígerð 3. desember 2010 06:00 Það var mikið fundað í stjórnarráðinu í gær. Nú verður samkomulagið kynnt þar í dag. Nýtt vaxtabótakerfi, til viðbótar því gamla, er ein þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin stefnir að til aðstoðar skuldugum heimilum. Samkomulagsdrög um aðgerðir liggja fyrir á milli ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og banka. Ekki er búið að skrifa undir samkomulagið en það verður líklega gert í dag. Aðgerðirnar eru í raun þríþættar. Mörkin til að komast inn í sértæka skuldaaðlögun verða lækkuð þannig að auðveldara verður fyrir fólk með litla greiðslugetu að komast í sértæku aðlögunina. Þá á einnig að auðvelda fólki að fara 110 prósenta leiðina svokölluðu, þar sem skuldir eru færðar niður í 110 prósent af markaðsvirði eigna. Þriðja aðgerðin er síðan nýja vaxtabótakerfið sem snýr að umtalsverðri vaxtaniðurgreiðslu í gegnum skattkerfið. Nánari útfærslur á eftir að gera á kerfinu sem á að kallast á við gamla vaxtabótakerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður nýja kerfið eignatengt. Óvíst er hver kostnaður við aðgerðirnar verður en þær eiga að ná til 40 til 50 þúsund manns. „Ef ekkert óvænt kemur upp, á ég von á því að það takist að lenda þessu einhvern tíma á morgun [í dag]," sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, sem sat á fundi með einum ráðherranna þegar rætt var við hann. Arnar sagði aðkomu lífeyrisjóðanna að aðgerðunum eina og sér ekki mundu hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur sjóðanna. „Það helgast af því að lífeyrissjóðirnir eru með þannig veðstöðu að í langflestum tilfellum eru þeir vel innan marka. En auðvitað kemur fyrir að við lendum að einhverju leyti fyrir utan og þá verður einfaldlega að meta hvort um óinnheimtanlegar kröfur sé að ræða eða ekki," sagði Arnar sem ekki svaraði því hvort lífeyrissjóðirnir myndu koma að fjármögnun vaxtabótakerfisins. Það ætti eftir að koma í ljós. - kh, gar Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Nýtt vaxtabótakerfi, til viðbótar því gamla, er ein þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin stefnir að til aðstoðar skuldugum heimilum. Samkomulagsdrög um aðgerðir liggja fyrir á milli ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og banka. Ekki er búið að skrifa undir samkomulagið en það verður líklega gert í dag. Aðgerðirnar eru í raun þríþættar. Mörkin til að komast inn í sértæka skuldaaðlögun verða lækkuð þannig að auðveldara verður fyrir fólk með litla greiðslugetu að komast í sértæku aðlögunina. Þá á einnig að auðvelda fólki að fara 110 prósenta leiðina svokölluðu, þar sem skuldir eru færðar niður í 110 prósent af markaðsvirði eigna. Þriðja aðgerðin er síðan nýja vaxtabótakerfið sem snýr að umtalsverðri vaxtaniðurgreiðslu í gegnum skattkerfið. Nánari útfærslur á eftir að gera á kerfinu sem á að kallast á við gamla vaxtabótakerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður nýja kerfið eignatengt. Óvíst er hver kostnaður við aðgerðirnar verður en þær eiga að ná til 40 til 50 þúsund manns. „Ef ekkert óvænt kemur upp, á ég von á því að það takist að lenda þessu einhvern tíma á morgun [í dag]," sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, sem sat á fundi með einum ráðherranna þegar rætt var við hann. Arnar sagði aðkomu lífeyrisjóðanna að aðgerðunum eina og sér ekki mundu hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur sjóðanna. „Það helgast af því að lífeyrissjóðirnir eru með þannig veðstöðu að í langflestum tilfellum eru þeir vel innan marka. En auðvitað kemur fyrir að við lendum að einhverju leyti fyrir utan og þá verður einfaldlega að meta hvort um óinnheimtanlegar kröfur sé að ræða eða ekki," sagði Arnar sem ekki svaraði því hvort lífeyrissjóðirnir myndu koma að fjármögnun vaxtabótakerfisins. Það ætti eftir að koma í ljós. - kh, gar
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent