Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði 3. desember 2010 06:00 Bjarni Benediiktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stefnu stjórnvalda munu ráða úrslitum um hvort starfsemi á borð við einkasjúkrahús PrimaCare í Mosfellsbæ nái fótfestu á Íslandi. Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira