Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá 3. desember 2010 05:00 Haraldur Benediktsson Formaður Bændasamtakanna segir orð Stefáns Hauks, um að hjáseta bænda í rýniferlinu skaði samningsstöðu landsins, ómakleg. Samtökin hafi víst unnið að „viðkvæmum verkefnum“ í aðildarferlinu að beiðni stjórnvalda. Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. Því með þeim sé reynt að „klína ábyrgð á bændur“ á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks „stórskaðar það traust sem ríkja þarf“ milli nefndarinnar og samtakanna, segir Haraldur. Kveðst Haraldur hafa sent Stefáni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum. Stefán Haukur viðurkenndi á laugardag að sú afstaða samtakanna að taka ekki þátt í yfirstandandi rýniferli gæti gert samningsstöðu landsins „lakari en ella“. Þar kom fram að álag er á íslenskri stjórnsýslu, en öll tilkölluð hagsmunasamtök leggja nefndinni lið, nema Bændasamtökin. Haraldur sagði í blaðinu á þriðjudag að andstaða Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við aðildarviðræðurnar hefði þýtt að ekki náðist að vinna ákveðin verk í ferlinu. Þessu hafnaði landbúnaðarráðuneytið í gær. Innan utanríkisráðuneytis er það talin skylda formanns samninganefndar að greina frá því ef eitthvað kann að hindra að besta mögulega samningi verði náð, segir heimild þar. Ekki sé hægt að sjá að Stefán Haukur hafi ráðist að bændum, heldur þvert á móti hafi hann bent á þekkingu þeirra og mikilvægi í ferlinu. Ráðuneytinu hafði ekki borist bréf Haraldar í gær. - kóþ Fréttir Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. Því með þeim sé reynt að „klína ábyrgð á bændur“ á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks „stórskaðar það traust sem ríkja þarf“ milli nefndarinnar og samtakanna, segir Haraldur. Kveðst Haraldur hafa sent Stefáni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum. Stefán Haukur viðurkenndi á laugardag að sú afstaða samtakanna að taka ekki þátt í yfirstandandi rýniferli gæti gert samningsstöðu landsins „lakari en ella“. Þar kom fram að álag er á íslenskri stjórnsýslu, en öll tilkölluð hagsmunasamtök leggja nefndinni lið, nema Bændasamtökin. Haraldur sagði í blaðinu á þriðjudag að andstaða Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við aðildarviðræðurnar hefði þýtt að ekki náðist að vinna ákveðin verk í ferlinu. Þessu hafnaði landbúnaðarráðuneytið í gær. Innan utanríkisráðuneytis er það talin skylda formanns samninganefndar að greina frá því ef eitthvað kann að hindra að besta mögulega samningi verði náð, segir heimild þar. Ekki sé hægt að sjá að Stefán Haukur hafi ráðist að bændum, heldur þvert á móti hafi hann bent á þekkingu þeirra og mikilvægi í ferlinu. Ráðuneytinu hafði ekki borist bréf Haraldar í gær. - kóþ
Fréttir Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent