Fréttir

Fréttamynd

Mikilvægt að draga úr einkaneyslunni

„Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja auka útflutning lambakjöts um rúmlega helming

Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan vill tvo þjófa senda úr landi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent Útlendingastofnun erindi þess efnis að tveir þjófar af erlendu bergi brotnir verði sendir úr landi. Þetta segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.

Innlent
Fréttamynd

Afstaða tekin til einstakra kafla

Á fundi samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu í mars kom fram að tímabært væri að móta samningsafstöðu Íslands til einstakra kafla aðildarviðræðna Íslands og ESB.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf þörf á góðum forritum

„Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast loftmengun frá Gráuhnúkum

Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis mótmælir þeirri fullyrðingu Orkuveitunnar að jarðhitanýting við Gráuhnúka muni engin áhrif hafa á loftgæði. Skipulagsstofnun fól heilbrigðisnefndinni að veita umsögn um frummatsskýrslu Orkuveitunnar vegna fyrirhugaðrar vinnslu jarðhita við Gráuhnúka fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Auka á aðgengi innflytjenda

Innflytjendur geta nú sótt ráðgjöf og upplýsingar um réttindi sín og skyldur í Þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd.

Innlent
Fréttamynd

Stendur til að gera úttekt á Schengen

Þingsályktunartillaga liggur nú fyrir Alþingi um að gerð verði úttekt á Schengen-samstarfinu. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á samstarfinu af Íslands hálfu að svo stöddu en Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra styður tillöguna um að gerð verði úttekt.

Innlent
Fréttamynd

Greiði tugmilljóna kaupauka

Starfsmaður í Landsbankanum á að endurgreiða slitastjórn bankans tæplega níutíu milljónir króna samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

Sprotafyrirtæki styrkir Unicef

Sprotafyrirtækið Puzzled by Iceland hefur nú hafið formlegt samstarf við Unicef á Íslandi. Fyrirtækið, sem Guðrún Heimisdóttir og Þóra Eggertsdóttir stofnuðu í fyrra, framleiðir púsluspil og er viðfangsefnið íslensk náttúra og dýralíf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Golfheimurinn syrgir mikinn meistara

Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim.

Innlent
Fréttamynd

Tökin hert með nýjum reglum

Evrópuþingið hefur hert reglurnar um umgengni þingmanna og þrýstihópa. Allir þrýstihópar sem vilja fá aðgangskort að þinginu verða að skrá sig, og þingmenn sem bera aðalábyrgð á lagafrumvörpum verða að gera grein fyrir því hvaða þrýstihópa þeir hafi hitt á meðan gerð frumvarpa stóð.

Erlent
Fréttamynd

Bjó sig undir átök við herinn

Bandaríska sérsveitin, sem réð Osama bin Laden af dögum í Abottabad í byrjun mánaðarins, átti allt eins von á því að lenda í átökum við pakistanska herinn, enda var hún í heimildarleysi að stunda hernað á pakistönsku landsvæði.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin sýna áhuga

Bandaríkin sýna starfi Norðurskautsráðsins óvenju mikinn áhuga núna, þegar Hillary Clinton utanríkisráðherra og Ken Salazar innanríkisráðherra mæta til Grænlands á fund ráðsins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Biskupinn fékk bréf til andmæla

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Frægasti hjólabrettamaður heims á Íslandi

Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í gær ásamt fjölskyldu sinni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hawk er í fríi á landinu og stoppar stutt, þar sem hann sýnir listir sínar í Svíþjóð á laugardaginn.

Innlent
Fréttamynd

Hlutur einkageirans of rýr

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heilsteypt steypa

Verði þér að góðu er mjög heilsteypt, sprenghlægileg og smart sýning! Sýningin er unnin af leikhópnum Ég og vinir mínir og þar eru svo sannarlega á ferðinni vinir sem veltast hver um annan og krefjast hver af öðrum um leið og þeir ögra hver öðrum og öllu því samskiptamynstri sem þeim dettur í hug að til sé millum vina.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota

Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Styrkja á sáttaferlið í forræðisdeilum

Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði.

Innlent
Fréttamynd

Vill ljúka umbótum fyrir kosningar

Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist ekki ætla að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Síðustu daga hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis en á sínum vikulega blaðamannafundi í gær sagði Lökke að slíkt væri honum ekki efst í huga.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan komin á sporið í morðmáli

Lögreglan á Fjóni gæti verið komin á sporið með að leysa dularfullt morðmál sem hefur vakið mikla athygli um alla Danmörku. Lýst hefur verið eftir manni og hafa þegar borist fjölmargar ábendingar.

Erlent
Fréttamynd

Gagnrýnd fyrir afskiptaleysi

Hundruð flóttamanna á ofhlöðnum bátum frá Líbíu hafa farist í Miðjarðarhafinu á síðustu vikum. Ríkin við sunnanvert Miðjarðarhafið, Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið sæta nú gagnrýni fyrir að sinna ekki þessu fólki í nauð.

Erlent
Fréttamynd

XIII spilar plötuna Salt

Rokkhljómsveitin XIII leikur plötu sína Salt í heild sinni á tónleikum á Faktorý á föstudagskvöld. Sérstakir gestir verða In Memoriam og Hoffman. „Þetta er nú bæði vegna óska þeirra sem sýnt hafa XIII áhuga og okkur sjálfum til gamans," segir Hallur Ingólfsson, söngvari XIII. „Þetta verður ekki endurtekið. Þeir sem hafa verið að óska eftir lögum af Salt á tónleikum ættu því að grípa tækifærið núna."

Lífið
Fréttamynd

Sleppur við fangelsið

Nu er komið í ljós að leikarinn Nicolas Cage sleppur við fangelsisvist eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvun á almannafæri í New Orleans um miðjan apríl.

Lífið
Fréttamynd

Segja bellibrögðum beitt í vínbúðarmáli

Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt.

Innlent
Fréttamynd

Skoða byggingu olíubirgðastöðvar

Hugmyndir eru uppi um að reisa 450.000 rúmmetra olíubirgðastöð á Eyri við Reyðarfjörð. Verkefnið er að frumkvæði verkfræðistofunnar Mannvits ehf. og hefur verið rætt á fundum nefnda og ráða Fjarðabyggðar undanfarið.

Viðskipti innlent