Segja bellibrögðum beitt í vínbúðarmáli 10. maí 2011 07:00 Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira