Segja bellibrögðum beitt í vínbúðarmáli 10. maí 2011 07:00 Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira