Alltaf þörf á góðum forritum 12. maí 2011 05:00 höfundur airserver Fjöldi heimsókna á vefsíðuna þar sem hugbúnaðurinn AirServer er seldur fór úr sjötíu á dag í tíu þúsund eftir umfjöllun erlendra tímarita.Fréttablaðið/ANTon „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab Fréttir Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab
Fréttir Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira