Fréttir Viðræður við Dani á mánudaginn Könnunarviðræður Íslendinga og Dana um samstarf á sviði öryggismála fara fram í Kaupmannahöfn á mánudaginn. Íslensk stjórnvöld eiga von á að þurfa að leggja út í kostnað vegna hugsanlegs varnarsamstarfs. Innlent 16.12.2006 18:50 Jákvæðar viðræður um Hatton Rockall Í gær fóru fram í Kaupmannahöfn viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur, fyrir hönd Færeyja, um Hatton Rockall-málið, en öll þessi ríki gera tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á svæðinu. Innlent 16.12.2006 18:27 Ákvörðun Abbas kölluð valdarán Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur boðað til þing- og forsetakosninga í þeirri von að þar með verði endi bundinn á valdabaráttu stríðandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum. Leiðtogar Hamas eru æfir yfir ákvörðuninni og kalla hana valdarán. Erlent 16.12.2006 18:21 Ástarbréf íslenskra kvenna á safn Ástarbréf íslenskra kvenna til eina skipverja franska rannsóknarskipsins Pourquois-pas sem komst lífs af þegar skipið strandaði út af Reykjanesi árið 1936, verða að öllum líkindum afhent Íslendingum með vorinu. Frændi skipverjans, sem nú er látinn, er staddur hér á landi. Olivier Le Bihan er mikilsvirtur safnstjóri í Frakklandi, en hann stjórnar fagurlistasafninu í Bordeaux. Innlent 16.12.2006 18:22 Blair róaði Erdogan Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands reyndi í morgun að sefa tyrkneska ráðamenn en þeir eru afar vonsviknir yfir ákvörðuninni. Erlent 16.12.2006 12:17 Abbas boðar kosningar Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Erlent 16.12.2006 12:13 Lítt gefnir fyrir sopann Þingmenn á norska stórþinginu eru reglusamir í meira lagi, ef marka má frétt dagblaðsins Aftenposten. Þar kemur fram að á síðasta ári hafi ölsala í mötuneyti þinghússins verið svo lítil að hún jafngildi því að hver þingmaður hafi drukkið sem svarar fjórum matskeiðum af bjór á árinu. Erlent 16.12.2006 10:02 Sek þar til sakleysi sannast Kona í Vestamannaeyjum fékk tæplega fjögur þúsund króna stöðumælasekt, fyrir að leggja bíl sínum ólöglega í Reykjavík í síðasta mánuði. Það þykir svo sem ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að bæði konan, og bíllinn hennar, voru í Vestmannaeyjum umræddan dag. Hún fékk þau svör hjá Bílastæðasjóði að hún yrði að borga sektina eða sanna fjarveru sína úr höfuðborginni og myndi úrskurðarnefnd þá taka ákvörðun um niðurfellingu sektarinnar. Innlent 16.12.2006 09:50 Aftökum í Flórída frestað Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir George Bush Bandaríkjaforseta, hefur fyrirskipað að öllum aftökum í ríkinu verði frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er misheppnuð aftaka með eitursprautu á Angel Nievez Diaz fyrr í vikunni en hún tók rúman hálftíma í stað fimmtán mínútna. Erlent 16.12.2006 09:55 Hermönnum verði fjölgað Breska ríkisútvarpið hefur eftir ónafngreindum embættismanni í Washington að á næsta ári muni líklegast George Bush Bandaríkjaforseti fjölga hermönnum í Írak til að reyna til þrautar að koma böndum á ofbeldið í landinu. Erlent 16.12.2006 09:53 Ein kvennanna var ófrísk Lögregla í Ipswich á Englandi kveðst vongóð um að raðmorðinginn sem myrt hefur fimm vændiskonur að undanförnu finnist á næstu dögum. Þá greindi lögreglan frá því nú fyrir stundu að ein vændiskvennanna hafi verið ófrísk þegar hún var myrt. Erlent 16.12.2006 09:50 Gæti boðað til kosninga Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og oddviti Fatah, heldur ræðu í dag um ástandið og er ekki útilokað að hann boði til forseta- og þingkosninga takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á næstunni. Leiðtogar deilandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum hvetja til stillingar. Erlent 16.12.2006 09:58 Leyna orkusöluverði til Alcan Ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar um að halda orkusöluverði til Alcan leyndu fyrir þjóðinni stenst ekki kröfur um opna og lýðræðislega stjórnsýslu í rekstri opinberra fyrirtækja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs sem deilir á fulltrúa framsóknarflokks, sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í stjórn Landsvirkjunar vegna málsins. Innlent 16.12.2006 09:54 Unnustan stal senunni Vilhjálmur Bretaprins útskrifaðist í dag úr Sandhurst-herskólanum á Englandi. Unnusta hans, Kate Middleton, vakti mikla athygli við athöfnina. Erlent 15.12.2006 18:26 Hávaxinn bjargar höfrungum Hávaxnasti maður í heimi, Bao Xishun, gerði sér lítið fyrir í gær og bjargaði lífi tveggja höfrunga í dýragarði í Kína. Erlent 15.12.2006 18:24 Samkomulag framlengt Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í dag samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu fyrirtækjanna um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík. Innlent 15.12.2006 18:58 Flugumferð gæti lamast við Ísland Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót, en flugumferðarstjórar undirrituðu ekki samninga við Flugstoð sem tekur við íslenska flugstjórnarsvæðinu um áramótin. Útlitið er afar slæmt, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, en deilt hefur verið um lífeyrismál. Innlent 15.12.2006 19:00 Dyrum ESB hallað Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í morgun að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Erlent 15.12.2006 18:22 Athugasemd gerð við innihald vefsíðu Verkfræðinemi, sem birti ítarlegan leiðarvísi á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað á háskólavefsíðu sinni, skrifaði leiðbeiningarnar ekki sjálfur heldur fann þær við heimildaöflun á vefnum. Forseti verkfræðideildar hafði samband við nemann í dag og gerði athugasemd við innihald síðunnar. Innlent 15.12.2006 18:25 Nýr fjárfestingarbanki stofnaður Nýr íslenskur fjárfestingarbanki var stofnaður í dag, Askar Capital. Bankinn hefur störf um áramótin og verður með starfsstöðvar í Reykjavík, Lundúnum, Lúxemborg, Búkarest og Hong Kong. Eigið fé við stofnun er 11 milljarðar króna og starfsmenn rúmlega 40. Innlent 15.12.2006 18:34 Rambað á barmi borgarastyrjaldar Liðsmenn Hamas-samtakanna saka Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að reyna að koma af stað stríði á heimastjórnarsvæðunum. Fjöldi manna hefur særst í átökum á milli Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans undanfarinn sólarhring og í nótt var skotið á bíl Ismails Haniyehs, forsætisráðherra. Erlent 15.12.2006 18:19 Nýr miðbær í Garðabæ Nýr miðbæjarkjarni verður byggður í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum. Breytingarnar eru stórfelldar, hluti af Garðatorgi verður rifinn og mun verkið kosta sjö til átta milljarða. Samningurinn um breytingu á miðbæjarskipulagi Garðabæjar var undirritaður í dag á Garðatorgi. Það er fasteignaþróunarfélagið Klasi sem mun að mestu fjármagna uppbygginguna, en bærinn mun eiga og reka bílakjallara sem verður undir torginu. Innlent 15.12.2006 18:43 Óbreytt verðbólga í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir því að verðbólga sé 2,2 prósent vestanhafs á ársgrundvelli, sem er þvert á spár greiningaraðila sem bjuggust við að vöruverð myndi hækka um 0,2 prósent á milli mánaða. Helsta ástæðan er lækkun á eldsneytisverði. Viðskipti erlent 15.12.2006 16:33 Apple frestar birtingu ársuppgjörs Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði frestað því að senda ársskýrslu sína til bandarískra fjármálayfirvalda. Ástæðan mun vera rannsókn yfirvalda á kaupréttarákvæðum stjórnenda hjá fyrirtækinu. Viðskipti erlent 15.12.2006 14:32 Svaf vært á teinunum Breskur maður á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm eftir að hann sofnaði á lestarteinum fyrr á þessu ári. Erlent 15.12.2006 12:41 FL Group með mikla fjárfestingagetu FL Group situr uppi með mikla fjárfestingagetu eftir að sala á 22,6 prósenta hlut félagsins í Straumi-Burðarási var samþykkt í morgun. Greiningardeild Glitnis segir að þrátt fyrir að hlutirnir séu seldir með tapi þá hafi félagið náð að auka hlutafé á yfirverði á erfiðum hlutafjármarkaði í sumar. Viðskipti innlent 15.12.2006 12:00 Gengi BAE Systems hækkaði mikið Gengi hlutabréfa í breska fyrirtækinu BAE Systems hækkaði snarlega, eða um 5,1 prósent, þegar viðskipti hófust á markaði í Lundúnum í morgun eftir að yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í gær að þau hefðu fellt niður rannsókn á fyrirtækinu vegna vafasamra viðskipta þess við Sádi-Arabíu. Viðskipti erlent 15.12.2006 10:46 FL Group selur hlut sinn í Straumi FL Group hefur samþykkt að selja 22,6 prósent hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf. til bankans sjálfs og viðskiptavina hans. Kaupendur greiða 18 krónur fyrir hvern hlut og nemur verðið 42,1 milljarði króna. Innlent 15.12.2006 10:21 Samskiptamiðstöð ekki í frjálsri samkeppni Samkeppniseftirlitinu telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna erindis frá félaginu Hröðum höndum, sem mælti yrði um fjárhagslegan aðskilnað samkvæmt 14. gr. samkeppnislaga innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viðskipti innlent 15.12.2006 10:02 Bandaríkjamenn og Kínverjar ná sáttum Stjórnvöld í Kína hafa sæst á að breyta gengisstefnu sinni, m.a. til að að færa það nær gengi bandaríkjadals með það fyrir augum að minnka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þetta var niðurstaðan að loknum fundi bandarískrar sendinefndar sem fór áleiðis til Kína í vikunni til fundar við ráðamenn. Viðskipti erlent 15.12.2006 09:26 « ‹ 277 278 279 280 281 282 283 284 285 … 334 ›
Viðræður við Dani á mánudaginn Könnunarviðræður Íslendinga og Dana um samstarf á sviði öryggismála fara fram í Kaupmannahöfn á mánudaginn. Íslensk stjórnvöld eiga von á að þurfa að leggja út í kostnað vegna hugsanlegs varnarsamstarfs. Innlent 16.12.2006 18:50
Jákvæðar viðræður um Hatton Rockall Í gær fóru fram í Kaupmannahöfn viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur, fyrir hönd Færeyja, um Hatton Rockall-málið, en öll þessi ríki gera tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á svæðinu. Innlent 16.12.2006 18:27
Ákvörðun Abbas kölluð valdarán Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur boðað til þing- og forsetakosninga í þeirri von að þar með verði endi bundinn á valdabaráttu stríðandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum. Leiðtogar Hamas eru æfir yfir ákvörðuninni og kalla hana valdarán. Erlent 16.12.2006 18:21
Ástarbréf íslenskra kvenna á safn Ástarbréf íslenskra kvenna til eina skipverja franska rannsóknarskipsins Pourquois-pas sem komst lífs af þegar skipið strandaði út af Reykjanesi árið 1936, verða að öllum líkindum afhent Íslendingum með vorinu. Frændi skipverjans, sem nú er látinn, er staddur hér á landi. Olivier Le Bihan er mikilsvirtur safnstjóri í Frakklandi, en hann stjórnar fagurlistasafninu í Bordeaux. Innlent 16.12.2006 18:22
Blair róaði Erdogan Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands reyndi í morgun að sefa tyrkneska ráðamenn en þeir eru afar vonsviknir yfir ákvörðuninni. Erlent 16.12.2006 12:17
Abbas boðar kosningar Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Erlent 16.12.2006 12:13
Lítt gefnir fyrir sopann Þingmenn á norska stórþinginu eru reglusamir í meira lagi, ef marka má frétt dagblaðsins Aftenposten. Þar kemur fram að á síðasta ári hafi ölsala í mötuneyti þinghússins verið svo lítil að hún jafngildi því að hver þingmaður hafi drukkið sem svarar fjórum matskeiðum af bjór á árinu. Erlent 16.12.2006 10:02
Sek þar til sakleysi sannast Kona í Vestamannaeyjum fékk tæplega fjögur þúsund króna stöðumælasekt, fyrir að leggja bíl sínum ólöglega í Reykjavík í síðasta mánuði. Það þykir svo sem ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að bæði konan, og bíllinn hennar, voru í Vestmannaeyjum umræddan dag. Hún fékk þau svör hjá Bílastæðasjóði að hún yrði að borga sektina eða sanna fjarveru sína úr höfuðborginni og myndi úrskurðarnefnd þá taka ákvörðun um niðurfellingu sektarinnar. Innlent 16.12.2006 09:50
Aftökum í Flórída frestað Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir George Bush Bandaríkjaforseta, hefur fyrirskipað að öllum aftökum í ríkinu verði frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er misheppnuð aftaka með eitursprautu á Angel Nievez Diaz fyrr í vikunni en hún tók rúman hálftíma í stað fimmtán mínútna. Erlent 16.12.2006 09:55
Hermönnum verði fjölgað Breska ríkisútvarpið hefur eftir ónafngreindum embættismanni í Washington að á næsta ári muni líklegast George Bush Bandaríkjaforseti fjölga hermönnum í Írak til að reyna til þrautar að koma böndum á ofbeldið í landinu. Erlent 16.12.2006 09:53
Ein kvennanna var ófrísk Lögregla í Ipswich á Englandi kveðst vongóð um að raðmorðinginn sem myrt hefur fimm vændiskonur að undanförnu finnist á næstu dögum. Þá greindi lögreglan frá því nú fyrir stundu að ein vændiskvennanna hafi verið ófrísk þegar hún var myrt. Erlent 16.12.2006 09:50
Gæti boðað til kosninga Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og oddviti Fatah, heldur ræðu í dag um ástandið og er ekki útilokað að hann boði til forseta- og þingkosninga takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á næstunni. Leiðtogar deilandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum hvetja til stillingar. Erlent 16.12.2006 09:58
Leyna orkusöluverði til Alcan Ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar um að halda orkusöluverði til Alcan leyndu fyrir þjóðinni stenst ekki kröfur um opna og lýðræðislega stjórnsýslu í rekstri opinberra fyrirtækja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs sem deilir á fulltrúa framsóknarflokks, sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í stjórn Landsvirkjunar vegna málsins. Innlent 16.12.2006 09:54
Unnustan stal senunni Vilhjálmur Bretaprins útskrifaðist í dag úr Sandhurst-herskólanum á Englandi. Unnusta hans, Kate Middleton, vakti mikla athygli við athöfnina. Erlent 15.12.2006 18:26
Hávaxinn bjargar höfrungum Hávaxnasti maður í heimi, Bao Xishun, gerði sér lítið fyrir í gær og bjargaði lífi tveggja höfrunga í dýragarði í Kína. Erlent 15.12.2006 18:24
Samkomulag framlengt Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í dag samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu fyrirtækjanna um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík. Innlent 15.12.2006 18:58
Flugumferð gæti lamast við Ísland Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót, en flugumferðarstjórar undirrituðu ekki samninga við Flugstoð sem tekur við íslenska flugstjórnarsvæðinu um áramótin. Útlitið er afar slæmt, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, en deilt hefur verið um lífeyrismál. Innlent 15.12.2006 19:00
Dyrum ESB hallað Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í morgun að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Erlent 15.12.2006 18:22
Athugasemd gerð við innihald vefsíðu Verkfræðinemi, sem birti ítarlegan leiðarvísi á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað á háskólavefsíðu sinni, skrifaði leiðbeiningarnar ekki sjálfur heldur fann þær við heimildaöflun á vefnum. Forseti verkfræðideildar hafði samband við nemann í dag og gerði athugasemd við innihald síðunnar. Innlent 15.12.2006 18:25
Nýr fjárfestingarbanki stofnaður Nýr íslenskur fjárfestingarbanki var stofnaður í dag, Askar Capital. Bankinn hefur störf um áramótin og verður með starfsstöðvar í Reykjavík, Lundúnum, Lúxemborg, Búkarest og Hong Kong. Eigið fé við stofnun er 11 milljarðar króna og starfsmenn rúmlega 40. Innlent 15.12.2006 18:34
Rambað á barmi borgarastyrjaldar Liðsmenn Hamas-samtakanna saka Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að reyna að koma af stað stríði á heimastjórnarsvæðunum. Fjöldi manna hefur særst í átökum á milli Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans undanfarinn sólarhring og í nótt var skotið á bíl Ismails Haniyehs, forsætisráðherra. Erlent 15.12.2006 18:19
Nýr miðbær í Garðabæ Nýr miðbæjarkjarni verður byggður í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum. Breytingarnar eru stórfelldar, hluti af Garðatorgi verður rifinn og mun verkið kosta sjö til átta milljarða. Samningurinn um breytingu á miðbæjarskipulagi Garðabæjar var undirritaður í dag á Garðatorgi. Það er fasteignaþróunarfélagið Klasi sem mun að mestu fjármagna uppbygginguna, en bærinn mun eiga og reka bílakjallara sem verður undir torginu. Innlent 15.12.2006 18:43
Óbreytt verðbólga í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir því að verðbólga sé 2,2 prósent vestanhafs á ársgrundvelli, sem er þvert á spár greiningaraðila sem bjuggust við að vöruverð myndi hækka um 0,2 prósent á milli mánaða. Helsta ástæðan er lækkun á eldsneytisverði. Viðskipti erlent 15.12.2006 16:33
Apple frestar birtingu ársuppgjörs Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði frestað því að senda ársskýrslu sína til bandarískra fjármálayfirvalda. Ástæðan mun vera rannsókn yfirvalda á kaupréttarákvæðum stjórnenda hjá fyrirtækinu. Viðskipti erlent 15.12.2006 14:32
Svaf vært á teinunum Breskur maður á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm eftir að hann sofnaði á lestarteinum fyrr á þessu ári. Erlent 15.12.2006 12:41
FL Group með mikla fjárfestingagetu FL Group situr uppi með mikla fjárfestingagetu eftir að sala á 22,6 prósenta hlut félagsins í Straumi-Burðarási var samþykkt í morgun. Greiningardeild Glitnis segir að þrátt fyrir að hlutirnir séu seldir með tapi þá hafi félagið náð að auka hlutafé á yfirverði á erfiðum hlutafjármarkaði í sumar. Viðskipti innlent 15.12.2006 12:00
Gengi BAE Systems hækkaði mikið Gengi hlutabréfa í breska fyrirtækinu BAE Systems hækkaði snarlega, eða um 5,1 prósent, þegar viðskipti hófust á markaði í Lundúnum í morgun eftir að yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í gær að þau hefðu fellt niður rannsókn á fyrirtækinu vegna vafasamra viðskipta þess við Sádi-Arabíu. Viðskipti erlent 15.12.2006 10:46
FL Group selur hlut sinn í Straumi FL Group hefur samþykkt að selja 22,6 prósent hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf. til bankans sjálfs og viðskiptavina hans. Kaupendur greiða 18 krónur fyrir hvern hlut og nemur verðið 42,1 milljarði króna. Innlent 15.12.2006 10:21
Samskiptamiðstöð ekki í frjálsri samkeppni Samkeppniseftirlitinu telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna erindis frá félaginu Hröðum höndum, sem mælti yrði um fjárhagslegan aðskilnað samkvæmt 14. gr. samkeppnislaga innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viðskipti innlent 15.12.2006 10:02
Bandaríkjamenn og Kínverjar ná sáttum Stjórnvöld í Kína hafa sæst á að breyta gengisstefnu sinni, m.a. til að að færa það nær gengi bandaríkjadals með það fyrir augum að minnka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þetta var niðurstaðan að loknum fundi bandarískrar sendinefndar sem fór áleiðis til Kína í vikunni til fundar við ráðamenn. Viðskipti erlent 15.12.2006 09:26