Abbas boðar kosningar 16. desember 2006 12:13 Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Alger upplausn hefur ríkt á herteknu svæðunum undanfarna daga vegna síendurtekinn skæra Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas. Skotið var á bíl Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og einn leiðtoga Hamas, við landamæri Egyptalands og Gaza í fyrrinótt og í gær særðust á fjórða tug manna í átökum á Vesturbakkanum og á Gaza. Í morgun var hins vegar allt með kyrrum kjörum enda höfðu leiðtogar fylkinganna beðið liðsmenn sína um að halda ró sinni. Þannig benti Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Abbas forseti hélt svo sannkallaða þrumuræðu nú á tólfta tímanum. Þar sagði hann Hamas bera ábyrgð á óöldinni í Palestínu undanfarna daga en undirstrikaði jafnframt vandlega að hann myndi ekki láta það viðgangast að borgarastríð brytist út. Hann minnti auk þess á rétt sinn sem forseta til að leysa upp heimastjórnina, en henni hafa Hamas samtökin stýrt undanfarin misseri. "Ég þarf ekki á ríkisstjórn að halda mér til skemmtunar, ég þarf ríkisstjórn sem er fær um að fá þvingunum Vesturlanda aflétt," bætti hann við og vísaði þar til þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fryst allar styrkveitingar til Palestínu vegna Hamas-stjórnarinnar. Forsetinn klykkti svo loks út með því að segja að hann vildi að þing- og forsetakosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Alger upplausn hefur ríkt á herteknu svæðunum undanfarna daga vegna síendurtekinn skæra Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas. Skotið var á bíl Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og einn leiðtoga Hamas, við landamæri Egyptalands og Gaza í fyrrinótt og í gær særðust á fjórða tug manna í átökum á Vesturbakkanum og á Gaza. Í morgun var hins vegar allt með kyrrum kjörum enda höfðu leiðtogar fylkinganna beðið liðsmenn sína um að halda ró sinni. Þannig benti Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Abbas forseti hélt svo sannkallaða þrumuræðu nú á tólfta tímanum. Þar sagði hann Hamas bera ábyrgð á óöldinni í Palestínu undanfarna daga en undirstrikaði jafnframt vandlega að hann myndi ekki láta það viðgangast að borgarastríð brytist út. Hann minnti auk þess á rétt sinn sem forseta til að leysa upp heimastjórnina, en henni hafa Hamas samtökin stýrt undanfarin misseri. "Ég þarf ekki á ríkisstjórn að halda mér til skemmtunar, ég þarf ríkisstjórn sem er fær um að fá þvingunum Vesturlanda aflétt," bætti hann við og vísaði þar til þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fryst allar styrkveitingar til Palestínu vegna Hamas-stjórnarinnar. Forsetinn klykkti svo loks út með því að segja að hann vildi að þing- og forsetakosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira