Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bretinn ráðinn tækni­legur ráð­gjafi hjá Val

Gareth Owen hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi hjá Val í fótbolta. Hann mun hafa yfirumsjón með fótboltatengdum málum hjá félaginu. Owen yfirgefur Fram til að taka við starfinu.

Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld

Það hefur ekki blásið byrlega hjá hinum 18 ára gamla Amara Nallo í fyrstu leikjum hans fyrir aðallið Liverpool. Hann fékk annað tækifæri sitt með liðinu í gærkvöld og var vísað af velli – í annað sinn.

„Hefði séð eftir því alla ævi“

Fjölskylda Lárusar Orra Sigurðssonar þurfti að færa ýmsar fórnir svo hann gæti gripið tækifærið að taka við fótboltaliði ÍA á miðju sumri. Það var tækifæri sem hann var ekki viss að myndi bjóðast aftur og hann nýtti það sannarlega vel.

Teitur inn í lands­liðið

Teitur Örn Einarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir komandi æfingaleiki við Þýskaland ytra.

Hættir með Fram

Óskar Smári Haraldsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram. Undir hans stjórn hélt liðið sæti sínu í Bestu deild kvenna á nýliðnu sumri.

Landsliðskonur að­stoðuðu öku­menn í vanda

Landsliðskonur í fótbolta létu frestun fyrirhugaðs leiks við Norður-Írland í dag ekki á sig fá. Óljóst er hvenær leikurinn getur farið fram en þær aðstoðuðu þess í stað fólk í vanda á bílastæðum landsins.

Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“

Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld.

Sjá meira