Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst senda Ísraelsríki ýmis hergögn sem eru samtals að virði um átta milljarða bandaríkjadala. Hann hefur tilkynnt þinginu um áform sín. 4.1.2025 16:41
Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn „Það var í rauninni allt tekið fyrir en á mismikilli dýpt. Þetta var bara gaman, þetta var gott spjall í dásamlegu umhverfi. Hvergi er fallegra að vera heldur en á Þingvöllum. Hvort sem það er á sumrin eða í þessum vetrarbúningi sem var í gær.“ 4.1.2025 15:49
„Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Flóð vegna klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði er að mestu samt við sig miðað við í gærkvöldi og hafa litlar breytingar orðið á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurlandi, almannavarnir og Veðurstofan fylgjast grannt með stöðu mála. 4.1.2025 14:34
Látin 116 ára að aldri Tomiko Itooka er látin 116 ára að aldri en hún var talin elsta manneskja heims af Guinnes World Records áður en hún lést. 4.1.2025 14:05
Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. 4.1.2025 10:50
„Við getum öll látið fé af hendi rakna“ „Við verðum að vona að þessi þróun haldi ekki áfram á þessu ári. Á síðasta ári sáum við slíkan fjölda vopnaðra átaka að annað eins hefur ekki verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi fjöldi barna sem er að verða fyrir áhrifum þessara átaka nálgast hálfan milljarð þetta er eitt barn af hverjum sex í heiminum.“ 4.1.2025 09:44
Tala látinna hækkar í fimmtán Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. 1.1.2025 23:10
Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1.1.2025 21:56
Atli Steinn genginn í það heilaga Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í það heilaga í gær, gamlársdag, við suðurbarm Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og er nú giftur hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen. 1.1.2025 21:21
Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Að minnsta kosti tíu eru látnir, þar á meðal tvö börn, eftir skotárás á veitingastað í borginni Cetinje í vesturhluta Svartfjallalands í kvöld. Lögreglan leitar enn árásarmannsins. 1.1.2025 20:45
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent