Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Furðar sig á kjötafurðarstöðvunum

Bændasamtökin furða sig á því að stóru kjötafurðarstöðvarnar noti ekki nýja upprunarvottun sem var gerð til að tryggja hag neytenda. Formaður samtakanna kallar eftir því að lög um upprunamerkingar verði hert

Á­rásum gegn opin­berum starfs­mönnum fari fjölgandi

Ríkislögreglustjóri segir hótunum í garð opinberra starfsmanna ekki hafa fjölgað svo um muni en tekur þó fram að árásir gegn þeim hafi aukist. Þessari þróun sé tekin alvarlega og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna og annarra starfsmanna.

Þrír fluttir með sjúkra­bíl eftir á­rekstur

Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Selfossi eftir árekstur við Dyrhólaveg á Suðurlandi. Enginn er alvarlega slasaður en allir farþegar voru þó fluttir frá vettvangi til skoðunar.

Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur

Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu.

Veg­far­endum stafi hætta af aug­lýsinga­skiltum

Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð.

Gæti gosið á næstu dögum

Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur.

Þyrlan í vand­ræðum með að sækja mann sem steig í hver

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem ætlaði að sækja slasaðan göngumann í Kerlingafjöllum þurfti frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Göngumaðurinn er talinn vera með þriðja stigs bruna upp að hné eftir að hafa stigið ofan í hver.

Fyrir­vari fyrir næsta gos gæti verið nokkrar mínútur

Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til.

Sjá meira