Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 14:53 Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco. Aðsend Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“ Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent