Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12.7.2022 15:00
Sjáðu markaflóðið á Amex-vellinum og mörk Austurríkis England vann stærsta sigur í sögu Evrópumóts kvenna í fótbolta þegar liðið vann Noreg 8-0. Ótrúleg úrslit þar sem liðin eru ekki langt frá hvort öðru á heimslista FIFA. Þá vann Austurríki 2-0 sigur á Norður-Írlandi. 12.7.2022 14:00
Live at the Range: Kylfingar hita upp fyrir Opna breska Í fyrsta skipti verður hægt að fylgjast með kylfingum undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Þættirnir Live at the Range munu fylgjast með undirbúningi helstu kylfinga strax frá mánudegi og í raun þangað til mótinu lýkur. 12.7.2022 13:00
Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12.7.2022 12:00
Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. 12.7.2022 11:00
Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. 12.7.2022 10:01
„Leikmenn munu fara í loftvarnarbyrgi meðan loftárásir standa yfir“ Úkraínska úrvalsdeildin í fótbolta karla mun fara af stað á nýjan leik í ágúst samkvæmt tilkynningu Vadym Gutzeit, ráðherra æsku og íþrótta í landinu. Það virðist sem Úkraínumenn ætli ekki að láta innrás Rússa stöðva sig í að sparka bolta sín á milli. 12.7.2022 09:01
Sagði að Malmö þyrfti að einbeita sér að litlu atriðunum og að Ísland væri hans annað heimili Miloš Milojević, þjálfari Malmö, var mættur á sinn gamla heimavöll er hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. 11.7.2022 20:30
Fjölnir og Hafna- og Mjúkbolgafélag Reykjavíkur Íslandsmeistarar Um helgina var keppt í liðakeppni á Íslandsmótinu í tennis á Víkingsvelli í Reykjavík. Fór það svo að Fjölnir vann í meistaraflokki kvenna og Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur í meistaraflokki karla. 11.7.2022 16:30
Arftaki Kristals Mána fundinn: „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö“ Danijel Dejan Djuric er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann kemur úr unglingastarfi Midtjylland í Danmörku en þessi ungi leikmaður lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2019. 11.7.2022 16:01