Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 10:01 Heimir vægast sagt ósáttur. Vísir/Tjörvi Týr Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira