Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með

Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu.

Roon­ey mættur aftur til Banda­ríkjanna

Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari.

Sjáðu Frakkland salta Ítalíu

Frakkland átti ekki í neinum vandræðum gegn Ítalíu er liðin mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta á sunnudag. Lokatölur 5-1 eftir að staðan var 5-0 í hálfleik.

Maga­kveisa herjar á lið Sviss

Það geta ýmisleg vandamál komið upp á meðan stórmóti í íþróttum stendur og hefur lið Sviss á Evrópumóti kvenna í fótbolta fengið að bragða á því. Fresta þurfti æfingu liðsins í dag þar sem átta leikmenn og 11 starfsmenn eru fastir á klósettinu.

Sjáðu klúður aldarinnar

Eitt ótrúlegasta klúður knattspyrnusögunnar leit dagsins ljós er lið Valour FC og HFX Wanderers áttu við í kanadísku úrvalsdeildinni á sunnudag. Leikmaður Valour var með boltann nánast inn í marki HFX og virtist ætla að pota honum yfir línuna en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum svo gott sem í innkast. Sjón er sögu ríkari.

Live at the Range: Kylfingar hita upp fyrir Opna breska

Í fyrsta skipti verður hægt að fylgjast með kylfingum undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Þættirnir Live at the Range munu fylgjast með undirbúningi helstu kylfinga strax frá mánudegi og í raun þangað til mótinu lýkur.

Sjá meira