Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu. 11.7.2022 13:46
Rooney mættur aftur til Bandaríkjanna Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari. 11.7.2022 13:00
Sjáðu Frakkland salta Ítalíu Frakkland átti ekki í neinum vandræðum gegn Ítalíu er liðin mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta á sunnudag. Lokatölur 5-1 eftir að staðan var 5-0 í hálfleik. 11.7.2022 12:31
Magakveisa herjar á lið Sviss Það geta ýmisleg vandamál komið upp á meðan stórmóti í íþróttum stendur og hefur lið Sviss á Evrópumóti kvenna í fótbolta fengið að bragða á því. Fresta þurfti æfingu liðsins í dag þar sem átta leikmenn og 11 starfsmenn eru fastir á klósettinu. 11.7.2022 12:01
Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11.7.2022 10:30
Juventus staðfestir endurkomu Pogba Paul Pogba er mættur aftur til Juventus á nýjan leik. Hann kemur á frjálsri sölu frá Manchester United. 11.7.2022 09:30
Sjáðu klúður aldarinnar Eitt ótrúlegasta klúður knattspyrnusögunnar leit dagsins ljós er lið Valour FC og HFX Wanderers áttu við í kanadísku úrvalsdeildinni á sunnudag. Leikmaður Valour var með boltann nánast inn í marki HFX og virtist ætla að pota honum yfir línuna en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum svo gott sem í innkast. Sjón er sögu ríkari. 11.7.2022 09:00
Djokovic ætlar ekki að láta bólusetja sig og mun ekki keppa á Opna bandaríska Aðeins örfáum klukkustundum eftir að tryggja sér sinn fjórða Wimbledon-titil í röð tilkynnti Novak Djokovic að hann muni ekki keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis þar sem hann ætlar ekki að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. 11.7.2022 08:31
Live at the Range: Kylfingar hita upp fyrir Opna breska Í fyrsta skipti verður hægt að fylgjast með kylfingum undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Þættirnir Live at the Range munu fylgjast með undirbúningi helstu kylfinga strax frá mánudegi og í raun þangað til mótinu lýkur. 11.7.2022 08:01
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Belgíu ásamt vítinu sem fór forgörðum Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. Ísland var betri aðilinn í leiknum og klúðraði meðal annars vítaspyrnu sem þýðir að bæði lið eru með eitt stig eftir fyrstu umferð riðilsins. 11.7.2022 07:30