Jafntefli Íslands og Belgíu í myndum Ísland og Belgía mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók. 10.7.2022 22:30
„Helltist yfir mig þakklæti fyrir að vera hluti af þessum ótrúlega hóp“ Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir var til tals eftir leik Íslands og Belgíu á Evrópumótinu í fótbolta í dag. Cecilía Rán fingurbrotnaði á dögunum og þurfti því að draga sig úr leikmannahópi Íslands. 10.7.2022 21:01
„Þurfum að nýta færin betur og vera aðeins gráðugri á síðasta þriðjungi“ „Maður er stoltur, góð tilfinning og við vorum með mjög góða tilfinningu fyrir leikinn. Allir bláir í stúkunni og geggjuð stemmning en auðvitað hefði maður viljað ná í þrjú stig og sigur í dag,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í dag. 10.7.2022 20:26
„Þetta var draumi líkast“ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Íslands hönd á stórmóti er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í dag. Sandra var hins vegar að mæta til leiks á sitt fjórða stórmót en þangað til nú hefur hún þurft að verma varamannabekk Íslands. 10.7.2022 20:01
„Gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig“ „Við vorum klárlega betra liðið og fáum færi til að klára þennan leik. Er eiginlega gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu fyrr í dag. 10.7.2022 19:20
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10.7.2022 18:15
Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10.7.2022 17:55
Einn dagur í EM: Titlaóð Sara Björk Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik á morgun, þann 10. júlí. Næst í röðinni er fyrirliðinn sjálf, Sara Björk Gunnarsdóttir. 9.7.2022 11:01
Sjáðu N1 mótið á Akureyri: Forsetinn lét sjá sig Það var heldur betur líf og fjör á Akureyri frá 29. júní til 2. júlí er N1 mótið í fótbolta fór fram. Metþáttaka var í ár er 216 lið mættu til leiks. 9.7.2022 10:00
Sandra Douglass Morgan sú fyrsta í sögunni Sandra Douglass Morgan skráði sig á spjöld sögunnar er hún varð fyrsta svarta konan til að gegna stöðu forseta hjá NFL-liði. 8.7.2022 22:30