Leikurinn tafðist þar sem saga þurfti annað markið niður í rétta stærð Uppi varð fótur og fit á MKM vellinum í Hull fyrir leik heimamanna gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í fótbolta í gær, sunnudag. Ástæðan var sú að mörk vallarins voru mishá og því tafðist leikurinn þar sem vallarstarfsmenn þurftu að saga annað markið niður í rétta stærð. 17.10.2022 07:31
Dagskráin í dag: Ítalski boltinn og Lögmál leiksins fer aftur af stað Við bjóðum upp á þrjár beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum líka fína mánudegi. 17.10.2022 06:00
Freyr telur fyrirliða Víkinga þann vanmetnasta í Bestu deildinni Freyr Alexandersson var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Þar fór hann yfir víðan völl og kom meðal annars inn á þá staðreynd að Júlíus Magnússon, fyrirliði bikarmeistara Víkings, væri vanmetnasti leikmaður deildarinnar. 16.10.2022 23:30
Körfuboltakvöld: „Er í rauninni bara glötuð staða hjá þessu stórveldi“ Hin stórskemmtilegi liður „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds á föstudaginn var. Farið var yfir stöðu mála hjá KR og Haukum en annað lið er í basli á meðan hitt er á flugi. Þá var farið yfir hvaða lið sérfræðingarnir myndu helsta vilja vera í dag og margt fleira. 16.10.2022 23:01
ÍR hefur fundið arftaka ofbeldismannsins sem var sendur heim Um helgina staðfesti lið ÍR í Subway deild karla að liðið hefði samið við Bandaríkjamanninn Taylor Johns. Kemur hann til með að fylla skarð Tylon Birts sem sendur var heim eftir aðeins einn leik eftir að upp komst að hann væri dæmdur ofbeldismaður. 16.10.2022 22:31
Stórsigur Stjörnunnar á Akureyri | KR lagði KR b Þrír leikir fóru fram í VÍS bikar karla í körfubolta í dag. Stjarnan vann 29 stiga sigur á Þór Akureyri, í Vesturbænum mættust KR og KR b þar sem KR hafði betur. Þá vann 16.10.2022 22:15
Union Berlín áfram á toppnum | Napoli á toppi Serie A Union Berlín, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann Borussia Dortmund 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í dag. 16.10.2022 21:00
Hörður Björgvin og Panathinaikos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin. 16.10.2022 20:31
Guardiola virkilega ósáttur með markið sem var dæmt af: „Þetta er Anfield“ Pep Guardiola var virkilega ósáttur með markið sem var dæmt af liði hans í 1-0 tapi Manchester City gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Phil Foden skoraði snemma í síðari hálfleik en markið var dæmt af. Mohamed Salah skoraði síðar í leiknum það sem reyndist sigurmarkið. 16.10.2022 20:00
Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. 16.10.2022 19:31