Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Marka­súpa í Austur­ríki

Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta er nú lokið. Real Madríd og París Saint-Germain gerðu markalaust jafntefli á Spáni á meðan Roma lagði St. Polten 4-3 í Austurríki.

Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brug­ge saman

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň.

Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í sla­kri byrjun Liver­pool

Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.

Stjörnurnar skera á tengslin við Ye

Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið.

Sjá meira