Eins og Vísir greindi frá þá setti hinn 41 árs gamli Sánchez sér það krefjandi markmið að ganga alla leið frá Spáni til Katar. Hann er reyndur göngumaður, mikill áhugamaður um fótbolta og fyrrum fallhlífarhermaður. Sánchez var duglegur að birta myndir og myndskeið af ferðalagi sínu á Instagram-síðu sinni.
Í gær birtust fréttir þess efnis að fjölskylda Sánchez hafði ekki heyrt frá honum síðan 2. október síðastliðinn eða síðan hann fór yfir landamærin til Íran.
Nú hefur verið greint frá því að Sánchez hafi verið handtekinn ásamt túlk í Saqez, borg við landamæri Íran og Kúrdistan. Þaðan var hann færður í fangelsi í Tehran, höfuðborg Íran.
# # _ . . pic.twitter.com/feFtA5zyAk
— (@iranintlsport) October 25, 2022
Ekki kemur fram af hverju Sánchez var handtekinn en það kemur fram að Íran hafi átt að vera síðasta stoppið áður en hann færi til Doha, höfuðborgar Katar.