Courtois markvörður ársins | Gavi besti ungi leikmaðurinn Karim Benzema og Alexia Putellas hlutu í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Einnig var opinberað hver var kosinn besti ungi leikmaður heims, hver væri markvörður og framherji ársins sem og hvað væri félag ársins. Aðeins á þetta þó við um karla megin þar sem slík verðlaun eru ekki enn veitt í kvennaflokki. 17.10.2022 23:31
Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17.10.2022 23:00
Schrödrer og Middleton byrja á meiðslalistanum Dennis Schröder, leikmaður Los Angeles Lakers, verður ekki með liði sínu þegar það mætir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í fyrstu umferð NBA deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Raunar verður hann frá næstu vikurnar. Sömu sögu er að segja af Khris Middleton, leikmanni Milwaukee Bucks. 17.10.2022 22:31
Valur pakkaði Breiðabliki saman | Fyrsta tap Hauka kom á Sauðárkróki Alls fóru fram fimm leikir í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. Þeir áttu að vera sex en þar sem Sindri gaf leik sinn gegn ÍR þá flugu Breiðhyltingar inn í 16-liða úrslitin. Tindastóll, Valur, Njarðvík, Keflavík og Selfoss fóru svo áfram í kvöld. 17.10.2022 22:00
Jökull framlengir í Garðabæ Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Frá þessu greindi félagið sjálft á samfélagsmiðlum sínum í dag. 17.10.2022 21:31
„Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum“ Jörundur Áki Sveinsson, nýráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands, segir íslenskan fótbolta á fínum stað og hlutir séu á réttri leið. Ákveðin verkefni séu komin í farveg sem munu styrkja hann enn frekar. 17.10.2022 20:45
Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17.10.2022 20:00
Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17.10.2022 19:15
Roma í Meistaradeildarsæti Rómverjar unnu 1-0 útisigur á Sampdoria í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir lærisveinum José Mourinho upp í fjórða sæti deildarinnar. 17.10.2022 18:30
Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17.10.2022 17:46