„Raddir kvenna þurfa að heyrast“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, flutti erindi á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda innan UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á dögunum. Þar fór hún yfir mikilvægi þess að konur sitji í nefndum og stjórn UEFA en sem stendur eru þær í miklum minnihluta. 27.10.2022 07:00
Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld, Manchester United, stórleikur í Garðabæ, Stefán Teitur mætir Hömrunum og margt fleira Það er sannkallaður lúxus fimmtudagur á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Við bjóðum upp á Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta, Subway deild karla í körfubolta og golf. 27.10.2022 06:01
Conte segir myndbandsdómgæslu vera að skemma leikinn Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, var rekinn af velli eftir að það sem hefði reynst sigurmark Tottenham gegn Sporting í Meistaradeild Evrópu var dæmt af. Conte sparaði ekki stóru orðin að leik loknum. 26.10.2022 23:30
Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26.10.2022 23:01
Bjartsýnn á enn fleiri tækifæri með aðalliði FC Kaupmannahafnar „Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni. 26.10.2022 22:31
Napoli óstöðvandi | Ótrúleg dramatík í Madríd og Lundúnum Napoli heldur áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu á meðan dramatíkin var gríðarleg í leikjum Atlético Madríd og Tottenam Hotspur. 26.10.2022 22:00
Topplið Keflavíkur og Hauka með góða sigra Keflavík og Haukar, toppliðin í Subway deild kvenna í körfubolta unnu góða útisigra í kvöld. Haukar gerðu góða ferð í Kópavog og unnu Breiðablik 74-54. Keflavík fór í Grafarvog og lagði Fjölni 91-72. 26.10.2022 21:31
Sjáðu mörkin: Chelsea skoraði átta | Sveindís Jane byrjaði á bekknum í Prag Chelsea átti ekki í neinum vandræðum með Vllaznia frá Albaníu í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta í kvöld. Wolfsburg vann 2-0 sigur í Prag þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn af bekknum undir lok leiks. Öll mörk kvöldsins má sjá hér að neðan. 26.10.2022 21:15
Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. 26.10.2022 21:00
Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. 26.10.2022 20:45