Aron Elís kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið Aron Elís Þrándarson kom inn af varamannabekk OB gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. 31.10.2022 22:32
Grindavík, Höttur og KR í átta liða úrslit bikarkeppninnar Þrír leikir fóru fram í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík, Höttur og KR eru öll komin áfram í 8-liða úrslit eftir góða sigra. Í leikjunum þremur mættust lið úr Subway deildinni og næstefstu deild. 31.10.2022 21:31
Jón Axel á förum frá Grindavík Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið til Ítalíu á tímabundnum samningi. Hann samdi nýverið við uppeldisfélag sitt Grindavík en mun ekki klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta. 31.10.2022 21:02
Ekkert vesen á meisturum Rosengård Guðrún Arnardóttir stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård unnu öruggan 3-0 sigur á Djurgården í kvöld í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 31.10.2022 20:31
Lið ársins að mati Stúkunnar: Sex Íslandsmeistarar, þrír frá KA, einn Víkingur og Guðmundur Magnússon Bestu deild karla í fótbolta lauk á laugardag. Breiðablik fékk loks Íslandsmeistaraskjöldinn í hendurnar á meðan ÍA og Leiknir Reykjavík þurftu að sætta sig við að falla úr deildinni. Að leikjum dagsins loknum var verðlaunaafhending Stúkunnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þar var lið ársins afhjúpað. 31.10.2022 20:00
Ungstirnið Volpato kom Rómverjum til bjargar á ögurstundu Lærisveinar José Mourinho í Roma eru komnir upp í fjórða sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir 3-1 útisigur á Hellas Verona í kvöld. 31.10.2022 19:46
Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31.10.2022 19:31
Sigurmörk Breiðabliks og ÍBV, Óskar Arnar skoraði gegn sínum gömlu félögum ásamt öllum hinum mörkunum Seint koma sumir en koma þó. Hér að neðan má sjá mörkin úr öllum sex leikjum Bestu deildar karla í fótbolta um helgina en lokaumferð tímabilsins fór fram á laugardaginn var. 31.10.2022 19:00
Bakslag hjá Pogba sem missir af HM Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba var í kapphlaupi við tímann um að ná HM í fótbolta sem hefst þann 20. nóvember næstkomandi. Nú er ljóst að hann hefur tapað kapphlaupinu og getur ekki hjálpað þjóð sinni að verja titilinn sem vannst sumarið 2018 í Rússlandi. 31.10.2022 18:31
Auður Scheving til liðs við silfurlið Stjörnunnar Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún var samningsbundin Íslandsmeisturum Vals. 31.10.2022 18:00