Varane og Konaté að glíma við veikindi Þátttaka frönsku miðvarðanna Raphaël Varane og Ibrahima Konaté í úrslitaleik HM í fótbolta sem fram fer á sunnudag er í hættu. Báðir eru að glíma við veikindi en margir af leikmönnum franska liðsins hafa verið veikir að undanförnu. 16.12.2022 18:01
Man City fékk rúmlega hálfan milljarð fyrir þá leikmenn sem fóru á HM Ekkert er ókeypis í lífinu og þar með talið er að leyfa leikmönnum að taka þátt á stórmóti í fótbolta. Alþjóðaknattspyrnusambandið borgar félögum leikmanna fyrir hvern dag sem þeir voru í Katar. Manchester City fékk langmest af liðunum í ensku úrvalsdeildinni. 16.12.2022 07:30
Dagskráin í dag: Subway deild karla og Blast Premier Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Körfubolti og Blast Premier eru í aðalhlutverkum. 16.12.2022 06:00
„Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson lék frábærlega með Norrköping á nýafstöðu tímabili í Svíþjóð. Hann kom á láni til félagsins frá CSKA Moskvu og hefur lítinn áhuga á að fara aftur til Moskvu eins og staðan er í dag. Arnór var meðal gesta í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er alla laugardaga á X-977. 15.12.2022 23:30
Afturelding áfram eftir magnaðan leik | Hauka unnu Víking Afturelding er komið áfram í Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir magnaðan útisigur á HK, lokatölur 43-44 eftir vítakeppni. Þá unnu Haukar fimm marka útisigur á Víking, lokatölur 27-32. 15.12.2022 23:16
Lyon vann í London | Miedema mögulega illa meidd Evrópumeistarar Lyon fóru til Lundúna í kvöld og sóttu þrjú stig í greipar Arsenal. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hollenska markamaskínan Vivianne Miedema illa meidd af velli. Óvíst er hversu lengi hún verður frá. 15.12.2022 22:15
Góður leikur Arons ekki nóg gegn Kiel Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar þýska stórliðið Kiel kom í heimsókn í Meistaradeild Evrópu. Það dugði þó ekki til sigurs en Kiel vann með fjórum mörkum, 26-30. Þá átti Bjarki Már Elísson fínan leik í liði Veszprém sem gerði jafntefli við Dinamo Búkarest. 15.12.2022 21:46
Álftanes styrkti stöðu sína á toppnum Álftanes vann stórsigur á Ármanni í eina leik dagsins í 1. deild karla í körfubolta, lokatölur 115-81. Álftanes er með afgerandi forystu á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum til þessa. 15.12.2022 21:32
Elvar Örn frábær í sigri Melsungen Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í sigri Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu heima fyrir Hannover. 15.12.2022 20:06
Glódís Perla og stöllur í Bayern svo gott sem komnar áfram Bayern München vann öruggan 4-0 útisigur á Rosengård í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að Bayern er svo gott sem komið í 8-liða úrslit. Glódís Perla Viggósdóttir var að leika sinn 50. leik fyrir Bayern. 15.12.2022 19:46