Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Utan vallar: Að falla [næstum] fyrir apríl­gabbi

Að vinna sem blaðamaður er í senn skemmtilegt og spennandi en getur þó einnig verið vandræðalegt þegar spurt er að vitlausum hlut eða misskilningur á sér stað. Þá eru dagar eins og 1. apríl sérstaklega erfiðir blaðamönnum.

Sel­foss sendir tvær heim áður en mótið hefst

Selfoss hefur ákveðið að senda tvo leikmenn sem áttu að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar heim á leið. Um er að ræða framherjann Mallory Olsson og markvörðinn Amöndu Leal.

Roon­ey stillti Guð­laugi Victori upp á miðjunni

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn á miðri miðju DC United í markalausu jafntefli í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Íslendingarnir í deildinni hafa átt betri daga en þann í dag.

Mar­tröð Luka og Kyri­e heldur á­fram | Peli­cans á upp­leið

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114.

Anton Sveinn á leið til Japan í sumar

Í gærkvöld lauk úrslitahluta laugardagsins á Íslands- og unglingamótsmeistaramótinu í sundi. Þar fór Anton Sveinn McKee mikinn eins og svo oft áður en hann náði synti sig inn á HM50 í 100 metra bringusundi sem fram fer í sumar.

Úr­slitin ráðast í Lands­mótinu í golf­hermum

Landsmótinu í golfhermum 2023 lýkur í dag, sunnudag. Fyrri umferðin hefst kl. 11.30 og seinni umferðin kl. 15.00. Seinni umferðin verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og sýnt allt til leiksloka.

Sjá meira