Sport

Snæfríður Sól bætti eigið Íslandsmet og náði lágmarki fyrir HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfríður Sól

Snæfríður Sól Jórunnardóttir tryggði sér í morgun sæti í úrslitum danska meistaramótsins í 100 metra skriðsundi. Bætti hún þar eigið Íslandsmet, sem hafði rétt staðið í mánuð, og tryggði sig inn á HM sem fram fer í Japan í sumar.

Snæfríður Sól synti allar sínar bestu hliðar í dag er hún fór 100 metrana á aðeins, 55,18 sekúndum. Bætti hún eigið Íslandsmet um nærri hálfa sekúndu en fyrir mánuði synti hún á 55,61 sekúndu.

Ekki nóg með að tryggja sér sæti í úrslitum á danska meistaramótinu og bæta eigið Íslandsmet en tími hennar í morgun tryggði Snæfríði Sól sæti á HM50 sem fram fer í Fukuoka í Japan í júlí.

Snæfríður Sól keppir til úrslita síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×