Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 13:01 Arnar Gunnlaugsson hefur náð eftirtektarverðum árangri í Fossvoginum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. „Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
„Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira