„Myndi segja að deildin okkar væri á mjög góðum stað hvað þetta varðar“ „Það hefur verið umræða að undanförnu með körfuboltann og útlendingana þar. Olís deildin er í hina áttina, alveg byggð upp á Íslendingum. Þetta er frábær vettvangur fyrir unga og góða leikmenn til að móta sinn leik og verða betri,“ sagði Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar. 2.4.2023 08:00
Reiður Klopp sagði heildarframmistöðu sinna manna ekki boðlega Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, sagði aðeins fjóra leikmenn leikmenn liðsins hafa spilað „allt í lagi“ í 4-1 tapi liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klopp var vægast sagt ósáttur er hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. 2.4.2023 07:00
Dagskráin í dag: Sófasunnudagur hefur aldrei litið betur út Orðatiltækið „Sunnudagur til sælu“ á svo sannarlega við um í dag. Alls eru 14 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. 2.4.2023 06:00
Þórdís Hrönn ekki með Val í sumar Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, mun ekki spila neitt á komandi tímabili þar sem hún sleit krossband nýverið. Frá þessu greindi hún sjálf á samfélagsmiðlum sínum. 1.4.2023 23:15
„Þurfum að einbeita okkur að því sem við getum stjórnað“ Það var heimspekilegur Mikel Arteta sem ræddi við blaðamenn eftir 4-1 sigur toppliðs Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 1.4.2023 22:31
Fram sá til þess að Hörður er enn án sigurs Fram vann Hörð frá Ísafirði með fjögurra marka mun í Olís deild karla í handbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 34-30 Fram í vil. 1.4.2023 21:45
Barcelona með níu fingur og níu tær á titlinum Þó enn sé nóg eftir af La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu, þá er Barcelona svo gott sem búið að vinna deildina. Liðið vann botnlið Elche 4-0 í kvöld. 1.4.2023 21:15
Þrátt fyrir fimmtán stiga frádrátt á Juventus enn möguleika á Meistaradeildarsæti Juventus vann lífsnauðsynlegan sigur í Serie A, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Ítalíu, í kvöld. Með sigrinum á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti. Það er magnað fyrir þær sakir að fyrr á leiktíðinni voru 15 stig dregin af liðinu. 1.4.2023 21:01
Orri Steinn hetjan | Viðar Örn og Árni Vil á skotskónum Alls voru þrír íslenskir framherjar á skotskónum í kvöld. Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora en hann skoraði sigurmark SønderjyskE þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 1.4.2023 20:01
Haukar og Stjarnan með góða sigra Haukar unnu sjö marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Þá vann Stjarnan fimm marka sigur á Selfossi. 1.4.2023 19:31